Menntamál - 01.02.1944, Qupperneq 11

Menntamál - 01.02.1944, Qupperneq 11
MENNTAMÁL 29 kennaraembætta, — hvort sem þeir hafa unnið starf sitt einir sér á afskekktum stöðum eða í fjölmennum skólum. í öðru lagi að leiðbeina kennurum við skipulagningu kennslunnar og framkvæmd hennar, þar sem þess er þörf og því verður við komið. í þriðja lagi að flytja á milli skólanna það bezta, sem við finnum í starfi hvers fyrir sig, svo að sem flestir geti notið þess, en snjallir og hug- kvæmir kennarar, sem margt má læra af, vinna stundum á afskekktum stöðum. Hafa kennarafundirnir verið þarf- ur liður í þessu starfi, og það þegar borið nokkurn árang- ur. Og loks í fjórða lagi er tilgangurinn að safna hag- nýtri reynslu til framtíðarnota. Persónuleg reynsla ís- lenzkra kennara hefur oft farið forgörðum og grafizt með þeim, svo að hún hefur ekki komið öðrum að neinum noturn." ,,Mér skilst, að þið námsstjórarnir hafið safnað þarna miklu efni?“ ,,Já, við höfum áreiðanlega safnað fjölhliða og nákvæm- um heimildum um barnafræðsluna á þessum tíma. Næsti áfanginn er að vinna úr því hagkvæmt skipulag og leið- beiningar um hentugri ytri aðbúnað og hagnýtari kennslu, miðað við staðhætti hér á landi og þarfir þjóðarinnar. Sameiginlegt aðalmarkmið er nauðsynlegt, en tæki, starfs- aðferðir og skipulag má ekki steypa í sama móti alls staðar, heldur sníða eftir staðháttum." ,,Er það nokkuð sérstakt, sem þú vilt segja um undir- búning undir tíma. Ég hef heyrt á það drepið, að hann væri yfrið misjafn?" „Undirbúningurinn,“ segir Bjarni, „honum er allt of lítill gaumur gefinn. Kennarar, sem ekki hafa gengið í kennaraskóla, virðast margir hverjir hafa litla hugmynd um, að hans sé þörf. Og þreyta í starfi kemur venju- lega fyrst fram í því, að menn vanrækja undirbúning- inn. Það er að vísu viðurkennt, að starfstími kennara sé lengri en kennslustundirnar einar, en þá er venjulega

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.