Menntamál - 01.02.1944, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.02.1944, Blaðsíða 15
MENNTAMAL 33 Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi. Jesús blessar bömin. f landinu, þar sem Jesús átti heima, voru mörg börn. Þau voru ósköp lík börnum annars staðar. Þau höfðu skær augu til þess að sjá það, sem fram fór, og næm eyru til þess að heyra það, sem sagt var. Þau léku sér og ólmuðust eins og krakkar gera nú á dögum. Stundum klifu þau upp stigana heima hjá sér og lásu bænir sínar uppi á flötu húsþakinu. Dag einn var uppi fótur og fit hjá drengjum og telp- um í þorpi einu litlu, því að þau vissu, að Jesús var á leið þangað. Þau höfðu heyrt eldri systkini sin og foreldra sína tala um manninn, sem hafði vakið litlu telpuna til lífsins. Hann hafði gefið blindum sjónina og látið halta ganga og læknað marga, sem veikir voru. Þau sárlangaði til þess að sjá hann. Foreldrar þeirra voru líka glaðir yfir því, að von var á Jesú. Þau hugsuðu sér að fara með börnin til hans. Þau langaði til þess að meistarinn legði kærleikshendur sínar yfir blessuð börnin þeirra. Þið getið því nærri, að mömmurnar létu smáfólkið sitt vera hreint og snyrtilega til fara undir þessa dásamlegu

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.