Menntamál - 01.02.1944, Qupperneq 19

Menntamál - 01.02.1944, Qupperneq 19
MENNTAMÁL 37 ing, bæði beint og óbeint. Skólinn stendur vel að vígi í vali á kennurum, vegna þess árangurs, sem þar hefur náðst. Það er ekki löng leið upp í Bronx og komum við brátt á ákvörðunarstaðinn. Skólabyggingin er gömul og stend- ur inni í miðjum bænum, svo að skólinn getur á engan hátt talizt út af fyrir sig. Er við komum inn úr dyrunum, var okkur vísað til skrifStofu skólastjórans, en hún er mjög nálægt útidyrum. Margt gesta var í skrifstofunni, og var stærsti flokkurinn frá kennaradeild Columbia- háskólans, og vorum við Islendingarnir í þeim hópi. En þarna voru einnig gestir annars staðar að, sumir úr öðr- um ríkjum, enda er þangað stöðugur straumur manna til þess að skoða skólann. Gamli maðurinn, skólastjórinn, stóð í einu horninu og heilsaði öllum með ljúfu brosi. Framkoma hans var einstaklega hæglát og stillileg. Svo hafði verið ráð fyrir gert, að hann talaði við okkur um starf sitt, er við hefðum gengið um skólann, skoðað hann og kynnt okkur starfsháttu hans og kennslu af eigin raun, að svo miklu leyti sem slíkt er hægt með stuttri heim- sókn. Var því gestum strax skipt upp í flokka, og fékk hver flokkur til fylgdar einn af nemendum skólans, sér- staklega snyrtilega stúlku, sem tók þetta hlutverk sitt háalvarlega. Sagði skólastjóri, að þessar stúlkur hefðu verið til þess valdar og undirbúnar að vísa gestum veg um skólann og skýra fyrir þeim fyrirkomulag og starfs- háttu. Væri skipt um stúlkur öðru hverju. Þessar yngis- meyjar leystu starf sitt af hendi með hinni mestu prýði. Voru þær auðsjáanlega vanar að skýra frá og lýsa skóla sínum. Skólastjóri varð eftir í skrifstofu sinni, og enginn kennari skipti sér af göngu okkar um skólann. Fylgdarmærin beindi fyrst athygli okkar að því, að víða á gangaveggj um héngj u málverk og teikningar gerðar af nemendum, og sums staðar voru líkön og smástyttur, sem sömuleiðis voru eftir þá. Voru sum af verkum þess-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.