Menntamál - 01.02.1944, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.02.1944, Blaðsíða 20
38 MENNTAMÁL um mjög falleg og settu skemmtilegan svip á híbýlin. — Við komum fyrst inn í tvær samliggjandi teiknistofur. Margir unglingar voru þar að starfi, og létu þeir sér hvergi bregða við komu okkar, en héldu ótrauðir áfram við vinnu sína. Töluvert voru vinnubrögðin ólík í stofum þessum, og gat þar að líta margs konar teikningu og myndagerð. Sumir nemendanna unnu kostgæfilega eftir fyrirmyndum og brugðu lítt út af, en aðrir voru óvenju djarfir í litameðferð og tjáningu. Satt að segja átti ég bágt með að átta mig á sumum myndunum, en ekki voru unglingarnir sparir á að skýra hugmyndir sínar og við- leitni. Dáðist ég oft að áhuga þeirra fyrir starfinu og hve þeir gáfu ímyndunaraflinu óhikað lausan tauminn og voru frumlegir og óþvingaðir. Tveir kennarar voru þarna inni, og sýndust mér þeir vera sinn af hvorum skóla í tilsögn sinni. Úti í einu horninu var drengur, sem bland- aði liti í gríð og ergi og bjó til alls konar rósaverk og útflúr á geysimiklar pappírslengjur. Ekkert skildi ég, hvað hann ætlaði sér með þessu. Spurði ég hann að því, og sagðist hann þá vera að leita að smekklegri gerð á vegg- fóðri. Lét ég mér þá skiljast, að svo mundi vera. Engu virtist hann taka þetta síður alvarlega en aðrir, sem voru að mála vandasamar myndir eða teikna eftir erfiðum fyrirmyndum. Næst var farið með okkur inn á svolítið heimili, og fór þar fram hússtjórnarkennsla og eldamennsku. Var þetta stofa og eldhús, og voru þar margar stúlkur önnum kafnar og nokkrir drengir, sem ekkert virtust kunna þar illa við sig. Stofan var sérlega smekklega útbúin, enda var okkur sagt, að sífellt væri verið að laga þar til og breyta um húsgögn, veggfóður, alls konar púða og ýmsa híbýlaprýði. I eldhúsinu var bakað og eldað og steikt af miklu kappi og skorti hvorki á góða lykt né árvekni við eldhússtörfin. — Næstu tvær stofur voru einungis helg- aðar kvenlegum iðnum. Stúlkurnar sátu við saumavélar

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.