Menntamál - 01.02.1944, Qupperneq 21
MENNTAMÁL
39
og vefstóla eða unnu að þess háttar störfum í höndunum
í annarri stofunni, en í hinni var hattagerð. Þar vantaði
ekki nýjustu tízku og tilbreytni, og voru dömurnar auð-
sjáanlega ekki í vandræðum með að verða sér úti um
hinar ólíkustu hattagerðir. Alls staðar var þarna unnið
af kappi.
Eftir að við höfðum skoðað þennan heimilisiðnað og
húsmóðuriðju langa stund, vísaði fylgdarmærin okkur
inn í allstóran sal, þar sem margir unglingar voru saman
komnir með hljóðfæri af ýmsum gerðum. Þeir voru að
æfingum, þegar við komum inn, en er kennari þeirra sá
okkur, ákvað hann að láta hljómsveit sína spila fyrir
okkur nokkur lög. Mér þótti furðulegt, hve mörg hljóð-
færin voru og hve fljótir unglingarnir voru að samstilla
þau. Sátum við þarna góða stund og hlýddum á, og fannst
okkur það hin bezta skemmtan. Kennarinn sagði, að söng-
kennsla myndi hefjast þarna innan skamms, en við höfð-
um ekki tækifæri til þess að hlusta á hana, og sé ég enn
eftir því.
Þá tóku við vínnustofur pilta. Voru það fyrst og fremst
alls konar smíðastofur, þar sem sjá mátti hina ólíkustu
gripi í smíðum, bæði úr tré og málmi. Ýmsar vélar voru
í einni stofunni og var þar kennd meðferð þeirra. í öll-
um þessum stofum' voru piltar að verki, og ærið kapp-
samlega var unnið af sumum, en aðrir sýndust helzt taka
lífinu með ró og föndra í friði við eitthvað smávegis.
En allir vissu þeir þó, hvað þeir ætluðu sér, ef á þá var
yrt, og þeir að spurðir. Sérstaklega þótti mér piltarnir í
vélastofunni alvarlegir í bragði og niðursokknir í verk-
efni sín. Allstór prentstofa var þarna, og voru þar kennd
undirstöðuatriði prentiðnar, og blað sitt prentuðu nem-
endur sjálfir. Á bókbandsvinnustofunni, sem var við hlið-
ina á prentstofunni, var yfirleitt mesta snyrtihandbragð
á vinnunni og vandvirkni mikil. Tæki voru þar og mjög
fullkomin.