Menntamál - 01.02.1944, Page 22

Menntamál - 01.02.1944, Page 22
40 MENNTAMÁL Ekki veit ég, hvort hægt er að segja, að þarna hafi verið kennd myndhöggvaralist, en eitthvað í þá átt fór þó fram í einni stofunni. Var þar unnið úr leir, og mótuðu nemendur þæði ker og myndastyttur, en ekki var það nema í mjög smáum stíl. Hvergi hef ég séð meiri ákefð í unglingssvip en á andliti þeirra, sem þarna voru að verki. Hreyfingar fingranna, er þeir grófust í leirinn og mótuðu hann, voru sannarlega sprottnar af hjartans ánægju og fróun sálarinnar. Nú sagði fylgdarmærin, að þessu næst væri rétt að við athuguðum, hvað um væri að vera í leikfimissalnum. Eg fyrir mitt leyti óskaði, að við sæjum þar danskennslu, því að ég hafði heyrt, að hún væri með afbrigðum góð í skólanum. En í stað þess sáum við leikkennslu. Margir unglingar voru þarna inni í salnum, sem var allstór, og voru flestir þeirra áhorfendur, og sátu þeir á gólfinu. Pallur var fyrir enda salsins, og var hann notaður sem leiksvið. Leikritið, sem samið var af nemendum sjálfum, var í rauninni hvorki frumlegt né merkilegt. En meðferð leikaranna á hlutverkum sínum var aftur á móti með þeim ágætum, að til einsdæma mátti teljast. Sérstaklega var leikur eins drengsins mjög góður, og hef ég hvergi séð barn sýna slíkan skilning í alvarlegum leik. Ég hafði orð á þessu við kennslukonuna eftir á, að mér hefði þótt leikur hans sérstakur, og sagði hún okkur þá, að dreng- urinn, sem var aðeins 14 ára, hefði þegar fengið styrk til leiknáms frá þekktum leikskóla. Skýri ég einkum frá þessu vegna ummæla, sem kennslukonan viðhafði um þetta, en hún var stundakennari, sem hafði á hendi leikkennslu víðar í skólum. Hún sagði: „Til þess eru að vísu nokkrar líkur, að hæfileiki Williams hefði komið í ljós, þótt hann hefði ekki verið hér í skólanum, en hitt er þó víst, að það var honum mikil gæfa að vera í slíkum skóla sem þessum, þar sem allt er reynt til þess að uppgötva og þroska sérhæfni og færni nemendanna."

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.