Menntamál - 01.02.1944, Qupperneq 23
MENNTAMÁL
41
Er við höfðum skoðað allar þessar handíðir og vinnu-
brögð, fannst mér satt að segja skólanum meir svipa til
vinnustöðvar en þeirra framhaldsskóla, sem ég átti að
venjast. Nú var liðið fast að hádegi, en svo hafði verið
ráð fyrir gert, að skólastjóri ætti tal við okkur fyrir þann
tíma, og héldum við því aftur til skrifstofu hans. Þar
skildi fylgdarmærin við okkur, og þökkuðum við henni
góða aðstoð.
Dr. Patri sat í einu horninu sem fyrr og bandaði hann
okkur að koma nær, því að rödd hans var biluð og talaði
hann því mjög lágt. Við hnöppuðumst utan um hann, og
hann hóf mál sitt. „Ég geri ráð fyrir því,“ sagði hann,
,,að þið hafið aðallega skoðað það, sem við erum að reyna
að gera á verklega og listræna sviðinu, enda ætlaðist ég
til þess. Reynsla er fyrir öllu og reynsla fæst með starfi.
Það er oft krókótt leið að innsta eðli barnsins, en við
erum að reyna að finna þá leið hér. Stundum tekst okkur
vel, stundum miður. Við reynum að gefa öllum tækifæri,
tækifæri til þess að tjá sig, svo að þau eigi betra með
að finna sjálf sig og ákveða, hvar þau kjósa sér stað og
stöðu í lífinu." — Dr. Patri er hrifinn af starfi sínu,
eins og allir góðir skólamenn. Hann iðkar mjög þann
frásagnarhátt, að segja frá kynnum sínum við ýmis börn,
sem hann hefur þekkt á starfsferli sínum. „Ég man eftir
......“, segir hann og tilfærir eitthvert nafn, segir sögu
af barninu og dregur af því lærdóma. Hann er hinn prýði-
legasti kennari í uppeldisfræði, án þess hann ætli sér það
með þessu máli sínu. Hann bendir okkur á bronzstyttu,
er stendur í einu horni skrifstofunnar. „Ég býst við, að
enginn ykkar hafi sett þessa styttu í samband við Lin-
coln,“ segir hann, „en þó er hún af honum. Hún líkist
satt að segja harla lítið myndum af Lincoln, — en saga
hennar er þannig: Eitt sinn, er börnin höfðu verið að
lesa um Lincoln, hafði einn drengjanna orð á því, að
sig langaði til að gera af honum styttu eins og hann