Menntamál - 01.02.1944, Síða 25

Menntamál - 01.02.1944, Síða 25
MENNTAMÁL 43 kæmi sér fyrir sjónir. Við hvöttum hann til þess. Það tók hann langan tíma að móta myndina í leir, svo að hann teldi sig hafa tjáð sig eins og hann ætlaði, og við létum hann leita fyrir sér eins og hann vildi. — Þetta er árangurinn, og mér þykir vænt um styttuna.“ 0g gamli maðurinn brosti eins og hans er vandi. Mér fannst þá, og finnst raunar enn, að þetta brjóst- líkan af Lincoln sé táknrænt fyrir starf og skóla dr. Patri, — táknrænt bæði vegna þess, að það er af Lincoln, er lifir í meðvitund margra sem postuli lýðræðis og jafn- réttis, og eins vegna hins, að nemandinn fékk að hafa það eins og honum leizt, eftir mikla umhugsun og langa leit við að koma hugmynd sinni í fast form. — Og þegar þetta er athugað, þarf engan að undra, að skólinn hefur náð afburða árangri í starfi sínu. Þegar yfirskólanefnd New York-borgar safnaði sýnishornum af vinnubrögðum unglinga í listrænum og verklegum efnum í öllum skólum borgarinnar, og fékk til þess sérstaka dómnefnd að dæma um sýnishornin, án þess hún vissi úr hvaða skólum þau voru, kom í ljós, að þessi skóli átti langflest af þeim. — Gamli maðurinn segir okkur frá þessu, og það vottar fyrir glampa af stolti í augum hans, — en þó er á hon- um að skilja, að honum hafi fundizt þetta eðlilegt og sjálfsagt. — Rödd hans er hlý og viðkvæm jafnan er hann minnist á þá, er á einhvern hátt hafa skarað fram úr, og eins þegar hann segir frá erfiðum tilfellum, sem hann telur hæpið, að hann hafi sigrazt á. Hann minnist á skólabraginn, sem okkur virtist sérlega góður. Skiln- ingur hans á nemendunum er mjög næmur, og hann lítur á hlutina frá mörgum sjónarmiðum. í formála fyrir lítilli sýnisbók af ljóðum og listrænni vinnu nemenda sinna segir hann á einum stað: „Ókunnugum virtust sum þess- ara barna vera „erfið viðureignar“. Nýr kennari hafði það eitt sinn á orði, því að þau voru síkvik, ókyrr og önnum kafin í þá daga, og nokkrir vösólfar. Smátt og

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.