Menntamál - 01.03.1944, Page 3

Menntamál - 01.03.1944, Page 3
MENNTAMÁL XVII., 3. MARZ 1944 JAKOB KRISTINSSON, fræðslumálastjóri: Helgi Elíasson fertugur Hinn 18. marz síðastliðinn átti Helgi Elíasson, fulltrúi og skrifstofustjóri í fræðslumálaskrifstofunni, fertugs- afmæli. Mundi fáum, sem hann þekkja, koma í hug, að hann sé orðinn svo gamall, því að hann hefur allt út- lit fyrir að vera 10 árum yngri og flest einkenni æskumanns, sem fullur er af starfsorku, fjöri og áhuga. Helgi er fæddur í Hörgs- dal á Síðu í Vestur-Skafta- fallssýslu, sonur Elíasar Bjarnasonar, kennara, og konu hans, Pálínu Elías- dóttur. Bjuggu þau hjón þá í Hörgsdal, en á vetr- um kenndi Elías börnum og hefur jafnan verið eft- irsóttur kennari, bæði meðan hann var eystra og eftir að hann fluttist með fjölskyldu sinni til Reykja- víkur. Haustið 1918, þegar Helgi var 14 ára gamall, var hon- um komið til náms, vetrarlangt, hjá séra Sigurði Sigurðs- syni, presti í Hlíð í Skaftártungu. Haustið 1922 fór hann

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.