Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 4
50 MENNTAMÁL í Kennaraskóla Islands og var brautskráður þaðan eftir þriggja ára nám, 1925. Næsta vetur stundaði hann smá- barnakennslu og orgelkennslu í Vestmannaeyjum. Þá fór hann utan, til Danmerkur, og var í Kennaraskólanum í Gjedved á Jótlandi 1926—27. Fór síðan heim aftur og gerðist þá stunda- og forfallakennari við Miðbæjarskól- ann í Reykjavík einn vetur. En sumarið 1928 hvarf hann til Þýzkalands til framhaldsnáms og dvaldi þar um hálft annað ár, og mun það hafa verið að ráði Jóns heitins Ófeigssonar, menntaskólakennara, að hann lagði leið sína þangað. Helgi stundaði nám sitt í Þýzkalandi af miklum dugn- aði undir handleiðslu dr. Niemanns, sem var fræðslu- málastjóri útlendingadeildar Zentralinstitut fiir Erzieh- ung und Unterricht og hafði aðsetur sitt í Berlín. Vetur- inn 1928—29 sótti Helgi fyrirlestra í uppeldisfræði og sálarfræði við háskólana í Hamborg og Berlín..xEn sumar- ið á undan og eftir tók hann þátt í kennaranámskeiðum í Lubeck og Hamborg, Halle og Dresden. Auk þessa tók hann þátt í félagsstörfum ungra kennara, sat á kennara- fundum og foreldrafundum, hlýddi á kennslu og kynnti sér nýtízkukennsluaðferðir og fyrirkomulag barnaskóla og framhaldsskóla víðsvegar um Þýzkaland. IJefur sá, er þetta ritar, séð yfirlýsing frá dr. Niemann um námsferil Helga þar í landi, og fer hann miklum lofs og viðurkenn- ingar orðum um þennan íslenzka skólamann. Segir dr. Niemann, að fræðslumálastjóri Berlínarborgar, dr. Heer- ing, hafi látið svo um mælt, að meðal hinna mörgu út- lendinga, er hann hafi leiðbeint, hafi hann sjaldan fyrir hitt mann, sem með jafnmikilli alvöru og festu og Helgi Elíasson hafi gert sér far um að nema og kynnast sem bezt skólamálum landsins. Lokaorð dr. Niemanns í nefndri yfirlýsingu eru á þessa leið: „Hinn hrífandi áhugi Helga Elíassonar á alveg sérstaka viðurkenningu skilið. Mér hefur orðið hlýtt til hans sem skólamanns, sem hefur

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.