Menntamál - 01.03.1944, Side 12

Menntamál - 01.03.1944, Side 12
58 MENNTAMÁL flytja skólabörn, ef byggt væri yfir þá með það fyrir augum og ferðum þeirra þannig hagað. í einstaka skóla- hverfi nota nokkur börn sérleyfisbíla í skóla og úr. Verður þar að haga kennslutíma barnanna eftir áætlun bílanna, og er það a. m. k. sums staðar óhagkvæmt fyrir skólana. Það er og borin von, hvort börnin fái daglega bílfar. Er ekki allténd hægt að bæta mörgum farþegum — þótt smáir séu — í langferðabíl stuttan spöl. Víðast hvar yrði því að hafa sérstaka bíla til þess að flytja börnin í skól- ann og heim aftur. Skólabíllinn færi um aðalvegi sveitarinnar að morgnin- um til þess að sækja börnin og flytti þau aftur síðdegis sömu leið úr skólanum. Börnin yrðu vitanlega að ganga á aðalveginn og af honum. Hagar því bezt til um bílflutn- inga í mjóum sveitum og löngum, þar sem ekki þarf nema einn aðalveg og hvergi er löng né torsótt leið af honum heim á bæina. Þá hagar og vel til þar sem byggðin er í hverfum við aðalveginn, enda þótt nokkuð langt sé á milli hverfanna. Er mikill munur fyrir foreldra að vita af börnum sínum í bíl með fullorðnum manni en einum eða í jafnaldra hópi þreyta langa göngu í misjöfnu veðri, þar sem langt er milli bæja. Er og skemmra að sækja þau á bílveginn en alla leið í skólann. Skólabíllinn styttir svo leiðirnar, að taka má víða upp fasta skóla í stað farskóla, og gætu börnin þó legið við í heimahúsum. Hann getur sums staðar sameinað tvo eða fleiri skóla í einn, og á vissum stöðum gætu skólabílar jafnvel sameinað nokkra hreppa um einn skóla. Skólun- um væri þá ekki valinn staður með það fyrir augum, að börnin gætu sótt hann fótgangandi heiman frá sér, heldur hitt, að ekki væri of löng bílferð í skólann. Vitanlega kæmi margt fleira til greina um val skólastaða í sambandi við bílflutninga. Miða yrði skólastaðinn að mestu við vega- kerfið eins og það er nú eða á að verða í náinni framtíð. Hagkvæmast er, að sem flest börn gætu sótt skólann

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.