Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL 61 fleiri heimangönguskóla, mundi og sparast mikill bygg- ingarkostnaður. Nú skiptist kostnaður við byggingu skólahúsa á milli ríkis og hreppa. Sýnist því eðlilegt, að ríkið greiði nokk- urn hluta af bílverðinu, og nytu svo báðir aðilar hagn- aðar af lækkuðum byggingarkostnaði. Ríkið greiðir nú helming af byggingarkostnaði heimavistarskóla, en þriðj- ung af byggingarkostnaði heimangönguskóla. En á þeim stöðum, þar sem heimangönguskóli með bíl kæmi í stað heimavistarskóla, virtist réttlátt, að kostnaði yrði eftir sem áður skipt til helminga, og væri það þó ríkinu mikill sparnaður, en þótt ríkið greiddi ekki nema þriðjunginn, græddi hreppssjóður samt á breytingunni. En yrði skóla- bíll aftur á móti að vera stærri og dýrari vegna annarra afnota en skólaferða, eða hann entist þess vegna verr en ella, er ekki sanngjarnt að aukakostnaðurinn væri greiddur af skólafé. En á hinn bóginn ekki ósanngjarnt að ríkið legði eitthvað af mörkum til bættra samgangna innan sveita, og mundi styrkur til bílkaupa koma mörg- um að meira gagni en hinn margumræddi ferðalaga- styrkur til sveitafólks. Þá er að líta á reksturskostnað bílanna. Séu þeir not- aðir aðeins til skólaferða, ætti ekki að vera um mikið slit að ræða eða benzíneyðslu, þar sem leiðin yrði að jafnaði stutt og hæg samanborið við leiðir og fjallvegi langferðabíla. Kaup bílstjórans yrði vitanlega stór liður í reksturskostnaðinum, ef hafa þyrfti mann á fullum mánaðarlaunum til þess eins að flytja skólabörnin. En gæti einhver af kennurum skólans tekið að sér bílstjórn- ina sem aukavinnu eða í hinum lögboðna starfstíma sín- um við skólann, mundi sá kostnaður verða hverfandi lítill. Þá er hugsanlegt, að bílstjórinn gæti tekið að sér sér- greinakennslu við skólann (þ. e. kennslu í handavinnu, söng og íþróttum). Það mundi sums staðar hagkvæmt fyrir skólana, en um fjársparnað í því sambandi færi

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.