Menntamál - 01.03.1944, Qupperneq 23

Menntamál - 01.03.1944, Qupperneq 23
MENNTAMÁL 69 er fengin fyrir því, að nokkurt fé kemur strax að notum. Minnumst þess að geyma ekki til morguns það, sem hægt er að gera í dag. Réttum hjálparhönd strax! Reykjavík, í marz 1944. F. h. Sambands íslenzkra barnakennara. Arngr. Kristjánsson, Ármann Halldórsson, Guðjón Guðjónsson, Guðm. I. Guðjónsson, Ingimar Jóhannesson, Jón Sigurðsson, Jónas B. Jónsson, Pálmi Jósefsson, Sigurður Thorlacius. íslenzk skólabörn flytja ofanskráð ávarp til heimila sinna næstu daga. Vonandi er að efni þess verði vel tekið. Hugmynd þessi, að hjálpa börnum í ófriðarlöndum, og þá einkum Norðurlöndum, er ekki ný, svo sem kunnugt er. En barnaskóli Akureyrar framkvæmdi hugmyndina í vetur, með því að hefja fjársöfnun. Börn í Hafnarfii’ði hafa einnig byrjað á líku starfi. Stjórn S. í. B. hefur orðið einhuga um að hjálpa börnunum í þessu starfi, með því að skipa framkvæmdanefnd og leita hjálpar hjá öllum barnaskólum landsins. En nú er það mjög undir þegnskap kennara komið, hvernig starf þetta tekst. Þess vegna heitir stjórn S. í. B. á kennara og skólastjóra um land allt að rétta þessu starfi barnanna hjálparhönd. Án þeirra að- stoðar er barnahjálpin óframkvæmanleg á þessum vett- vangi. En kennarar eru alltaf reiðubúnir, þegar um ræðir starf, er eykur þroska og manndóm barnanna. Svo mun og verða hér. Ekki verður sagt annað en að það sé mann- bætandi starf, að börn hjálpi börnum. Starfsemi þessi hefur líka verið nefnd Barnahjálp. Ég hygg, að margir kennarar, foreldrar, börn og barnavinir finni til sárrar

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.