Menntamál - 01.03.1944, Page 25

Menntamál - 01.03.1944, Page 25
MENNTAMAL 71 BRANDUR JÖNSSON: Heyrnar- og (Höíuiulur þessarar greinar, Brandur Jóns- son, starlsmaður á fræðslumálaskrifstofunni, hefur lagt scrstaka stund á þau efni, er hann skrifar um í þetta hefti Menntamála. Hann lauk stúdentsprófi 1936, en vorið eftir tók hann próf frá Kennaraskólanum og heim- spekipróf. 1939 stundaði hann nám við Der Staatlichen Gehörlosen Schule í Berlín, en fór lil Danmerkur skömmu eftir að stríðið skall á og liélt áfram námi við Det kongelige Döv- stumme-Institut og Statens Institut for Tale- lidende i Kaupmannahöln. S.l. ár dvaldi hann í Ameríku við nám í Clark Scliool for the Deaf i Northhampton í Massachusetts og lauk þar prófi síðastliðið vor.) í stuttri grein er ekki hægt að gefa nema ófullkomna hugmynd um það böl, sem heyrnarleysi veldur, og í eftir- farandi línum verður aðeins bent á það mesta mein, sem af því leiðir fyrir börn og unglinga. Ég hef þrásinnis verið spurður að því, hvers vegna málleysingjar væru alltaf heyrnarlausir. En svarið við því er alltaf hið sama: Málleysingjar eru mállausir vegna þess að þeir eru heyrnarlausir. Heyrnarleysi er næstum það eina, sem getur valdið málleysi, a. m. k. hjá börnum og unglingum. Fæðist barn heyrnarlaust, lærir það aldrei að tala af sjálfdáðum af þeirri einföldu ástæðu, að það heyrir ekki málið, sem fyrir því er haft. Þó að barn sé orðið altalandi, missir það málið, tapi

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.