Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL
75
er náð, hefur heyrnarleysinginn orðið að leggja á sig
mjög mikið erfiði. Það, sem gerir þetta mögulegt, eru
hinar mismunandi hreyfingar talfæranna fyrir hvert
hljóð, og væru þær allar sjáanlegar, væri varaaflestur
tiltölulega auðveldur. En svo er nú ekki, og þá vandast
málið. Hér yrði of langt mál að fara nánar út í þetta
atriði, heldur skal aðeins bent á það, sem þarna kemur
heyrnarleysingjanum helzt til hjálpar. Þegar heyrandi
maður talar, t. d. í síma, heyrir hann ekki hvert orð til
fulls, sem við hann kann að vera sagt, sé orðið honum
vel kunnugt áður. Þegar maður segir til nafns síns í
síma, heyrum við eða hlustum eftir öllum hljóðum nafns-
ns, sé okkur það ókunnugt, en sé okkur það kunnugt, hlust-
um við aðeins á fyrsta hluta nafnsins og vitum þá strax,
við hvern við tölum. Það er svipað þessu með heyrnar-
leysingjann. Séu orðin, sem við hann eru sögð, honum
ókunnug, verður hann að sjá hreyfinguna fyrir hvert
hljóð þeirra til þess að geta numið þau og skilið, en þekki
hann þau, meiningu þeirra og hljóðstellingar, þarf hann
ekki að sjá nema hreyfingar fyrir nokkuð af hljóðunum
til þess að skilja, hvað við hann er sagt. Það er þess
vegna ritmálið, sem verður grundvöllur málkunnáttu hans,
og þar sem ritmálið er öðruvísi en talmálið, verður hann
að leggja sér mismuninn á minni.
Þegar talandi barn tapar heyrninni, glatast það skiln-
ingarvitið, sem mestan þáttinn átti í að stjórna talmál-
inu. Röddin breytist þá óhjákvæmilega, talhreyfingarnar
verða óákveðnar og hljóðin ógreinileg. Sé barnið ungt,
3—4 ára, tapar það málinu oftast nær algerlega og verður
að læra það aftur á sama hátt og þeir, sem fæddir eru
heyrnarlausir. Sé það eldra, má halda málinu viá, fái
það fljótlega þjálfun í að tala og lesa af vörum, en sé
barnið búið að læra að lesa og skrifa, er málinu stórum
minni hætta búin, og því minni, sem einstaklingurinn er
eldri og málið orði rótgrónara.