Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.03.1944, Blaðsíða 32
78 MENNTAMÁL námsgreinunum, væri æskilegt, að þess væri getið í um- sókn um námskeiðið. Ef nægilega margir þátttakendur óska eftir kennslu í einhverri annarri námsgrein en þeim, sem nefndar eru hér að framan, mun verða reynt að stofna sérstakan náms- flokk í þeirri grein. Þátttökugjald fyrir námskeiðið er kr. 50,00. Áformað er að fara bílferð til Þingvalla og að Ljósa- fossi. Kostnaður við þá ferð greiðist sérstaklega. Þeim þátttakendum, sem þess óska, mun verða séð fyrir gistingu, annað hvort í Stúdentagarðinum eða í Stýri- mannaskólanum. Gistingin kostar kr. 8,00 á dag í tveggja manna herbergjum á Stúdentagarðinum, en kr. 4,00 á dag í fleirbýlisstofum í Stýrimannaskólanum. Búizt er við því, að hægt muni verða að útvega nokkrum þátt- takendum fæði í Mötuneyti stúdenta. Fæðið kostar 10 kr. á dag. Þeir, sem kynnu að óska eftir, að þeim yrði út- veguð gisting eða fæði meðan námskeiðið stendur yfir, þurfa að taka það sérstaklega fram, er þeir sækja um námskeiðið. Þar sem takmarka verður fjölda þátttakenda, þurfa umsóknir að berast hið fyrsta og eigi síðar en 25. apríl til þess að öruggt sé, að menn komist að. Umsóknirnar sendist til Ágústs Sigurðssonar, cand. mag., Freyjugötu 35, Reykjavík. Stórlcostlegar framfarir í sundmálum íslendinga heitir grein í dagblaðinu Visi io. i'ebr. s. i. Þar er frá því skýrt, að samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini Einarssyni íþróttafulltrúa liafi 1281 barn af 2367 fullnaðarprófsbörnum lokið tilskildu sundnámi s.l. ár, eða'54,1%. Síðan tekur Iilaðið upp tölur úr grein Þorsteins um framkvæmd sundskyldunnar í janúarhefti Menntamála og birtir kafla úr henni.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.