Menntamál - 01.02.1945, Síða 13

Menntamál - 01.02.1945, Síða 13
MENNTAMÁL 39 LaunamáliS á alþingi Ekki er ástæða til að segja margt frá því að þessu sinni. Eins og menn vita var svo um samið milli þeirra stjórnmálaflokka, er að núverandi ríkisstjórn standa, að launalög skyldu samþykkt nú í vetur, og var helzt gert ráð fyrir, að sú samþykkt næði fram að ganga fyrir jól. Úr því varð þó ekki, og afgreiddi efri deild frumvarpið frá sér 29. jan., en nú, þegar þetta er ritað (19. febr.), er nefndarálit um það komið fram í neðri deild. Ýmsar breytingar gerði efri deild á frumvarpinu, og miða þær flestar að því að hækka laun einstakra manna, þangað til kemur að kennurunum; þá koma breytingar til lækk- unar. Að vísu lítur svo út í frumvarpinu, að heimavistar- skólastjórar eigi að hækka um flokk, færast úr 8400 kr. árslaunum í 9000 kr. árslaun. En þessi „hækkun“ er í raun og veru lækkun, því að jafnframt er kippt burtu því ákvæði, er upphaflega var í frumvarpinu og kvað svo á, að heimavistarskólastjórum skyldi reiknast full laun fyrir 7 mánaða kennslustarf, en nú skulu laun þeirra miðuð við 9 mánaða kennslu minnst, og lækka síðan um 1/9 af heildarlaununum fyrir hvern mánuð, svo að skóla- stjórar heimavistarskóla, sem starfar í 7 mánuði, lækka samkvæmt breytingum efri deildar úr 8400 kr. árslaun- um í 7000 kr. Enn fremur hefur eftirfarandi klásúlu verið bætt inn í frumvarpið: „Farkennarar, sem ekki hafa kennararéttindi, fá ^4 af launum annarra barna- kennara, miðað við jafnlangan starfstíma." Um þetta farast Sigurvin Einarssyni framkvæmdastjóra þannig orð í snjallri og glöggri grein í Tímanum 13. febr. síðastliðinn: „Um skólastjóra heimavistarskóla er það að segja, að

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.