Menntamál - 01.02.1945, Qupperneq 14
40
MENNTAMÁL
ekki munu aðrir kennarar gegna vandasamari störfum,
þar sem þeir eru, auk kennslunnar, heimilisfeður barn-
anna, meðan skólinn stendur. Þó eiga þeir að vera um
8770 krónum lægri í launum með núverandi verðlags-
vísitölu en skólastjórar stærstu barnaskólanna, sem starfa
tveim mánuðum lengur. Lækkunin á farkennurunum er
óvenjuleg. Ég man ekki eftir því, að áður hafi verið
launað misjafnlega fyrir sama starf, eftir því, hvaða
menntun maðurinn hefur haft, fyrst honum var veitt
starfið. Ekki verður heldur séð á frumvarpinu, að þeir,
sem gegna skrifstofustörfum og litla eða enga skólamennt-
un hafa fengið, eigi að hafa y4 launa móts við hina, sem
tilskilda menntun hafa.“
Það er full ástæða til þess fyrir barnakennara og aðra,
sem vilja að sæmilegir menn veljist til barnakennslunn-
ar, að fylgjast vel með því, hverja meðferð ákvæðin um
laun þeirra fá hjá neðri deild alþingis, þegar skörungs-
skapur og réttsýni efri deildar er kunn orðin.
Þess má geta, að í frumvarpinu eins og efri deild alþingis
gekk frá því er gert ráð fyrir, að „af grunnlaunum kenn-
ara og skólastjóra endurgreiðist ríkissjóði 1/3 hluti úr
bæjarsjóði og ^4 hluti úr sveitarsjóði viðkomandi skóla-
héraðs“, en í frumvarpinu hafði upphaflega verið gert
ráð fyrir, að ríkissjóður greiddi öll launin.
Bergþór Finnbogason,
kennari í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, skrifar grein um launamálið í
Timann 20. febrúar og er heldur harður í orði. Þykir honum það
hin ýtrasta ósanngirni, að farkennurum, er ekki hafi kennararéttindi,
sé ekki ætlaðir nema þrír fjórðungar launa móts við kennara með
réttindum, þá er báðir gangi að sama starfi, en Bergþór er einn úr
hópi þessara manna,