Menntamál - 01.02.1945, Síða 25

Menntamál - 01.02.1945, Síða 25
MENNTAMÁL 51 Fréttir og félagsmál Petrína Halldórsdóttir, handavinnukennari á Laugarvatni, andaðist í Reykjavík 23. janúar s.l. eftir uppskurð við skjaldkirtilsmeini. Petrína var fædd i Reykja- vík 19. nóvember 1900, og voru foreldrar hennar Halldór M. Olafs- son trésmiður og kona hans, Sigrún Jónsdóttir. Handlagni, smekk- vísi og vandvirkni komu snemma í ljós hjá Petrínu, og 1922 lauk hún prófi við Kunstflidskolen í Kaupmannahöfn með ágætum vitnis- burði. Árið 1938 tók hún kennarapróf í handavinnu við Kennara- skóla íslands, og hlaut þá einkunnina 10 í sérgrein sinni, enda var liandbragð hennar með ágætum, á hverju sem hún snerti, og kunn- áttan staðgóð. Hún kenndi stúlkum handavinnu við Barnaskóla Hafnarfjarðar 1924—1931, að liún hætti Jiví starfi vegna vanheilsu. Haustið 1940 var hún ráðin handavinnukennari stúlkna að Laugar- vatnsskólanum, en hafði kennt Jiar einn vetur áður í forföllum. Starf- aði hún síðan við Jiann skóla, meðan kraftar entust, og svo var áliugi liennar og kjarkur mikill, að hún vann að kennslunni fram til jóla, þótt sjúkdómur hennar væri þá orðinn banvænn. Skólabílar. I marzhefli Menntamála s. 1. ár var grein um skólabíla eftir Bjarna M. Jónsson, og lét límaritið sérprenta greinina til Jiess að vekja meiri athygli á Jiessari merkilegu nýjung í skólamálum okkar. Hafa Mennta- mál síðan fylgzt með Jrví, sem gerzt hefur í þessum efnum, og munu gera eftirleiðis. Eins og skýrt var frá í grein námsstjórans, höfðu tvö skólahverfi á eftirlitssvæði hans, Vatnsleysuströnd og Ölfus, keypt bíla Jrá um liaustið til að flytja skólabörn í skólann og heim aftur. Bæði Jiessi skólaliverfi halda Jiessari starfsemi áfram í vetur, og talar það sínu máli um, hvernig hún reyndist í fyrra. Nú í haust fékk Laugar- nesskólahverfi í Reykjavík skólabil lil þess að annast flutninga barna, sem lengst eiga í skólann, og Njarðvíkurskólahverfi hefur leigt sér bíl í vetur. Er þá tala starfandi skólabíla tvöfalt hærri í vetur en í fyrra. Skyldu þeir verða orðnir átta, skólabílarnir, um þetta leyti næsta vetur? Tvö skólahverfi á Suðurlandi hafa óskað eftir skólabílum næsta haust, og aðrar skólanefndir gera ráð fyrir skólabílum í sam- bandi við sameiginlegan skóla tveggja eða fleiri hreppa. Er nú víða mikill áhugi í sveitum fyrir að leggja niður farkennsluna og samein-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.