Menntamál - 01.02.1945, Blaðsíða 26
52
MENNTAMÁL
ast nágrannahreppunum um heimavistarskóla eða lieimangönguskóla,
sem hefði bíl til umráða.
Hjálparbeiðni.
Það er vilji allra þeirra, er Menntamál lesa, að þau séu sem ijöl-
breyttust að efni og skemmtilegust. Ritstjórnin er sama sinnis. Til
þess nú að þetta megi verða í ríkara mæli en að undanförnu, lieitir
hún á lesendurna, kennara, skólanefndarmenn og aðra, sem um
menningarmál hugsa, að hjálpa til í þessu efni. Og til hvers er þá
ætlazt af þeim? Ekki til annars en þess, að þeir hripi niður á rniða
eittlivað af þeim iiugrenningum, sem vakna hjá þeim við lestur tíma-
ritsins, og sendi ritstjóranum. Til nánari skýringar skulu hér nefnd
nokkur atriði, sem tilefni geta gefið tif slíkrar „niðurhripanar":
1) Lesanda finnst grein þörf eða skemmtileg, og gæti vitneskja um
það orðið til þess, að fleiri svipaðar greinar birtust.
2) Lesanda finnst grein óþörf eða leiðinleg eða óviðeigandi, og gæti
verið engu síður gott að vita um það vegna seinni tímans, þótt það
sé vitaskuld ekki eins kitlandi fyrir sjálfsánægju ritstjórans og efni
1. liðs.
3) Lesandi sér, að eitthvað er missagt, og er þá skylt að leiðrétta
það, þótt smátt kunni að vera.
4) Lesandi veit meira um eitthvert atriði, og gæti þá verið mikils
virði að fá vitneskju um það, t. d. þætti ritstjóranum vænt um, ef
einhver gæti sagt lronum nokkuð af Sigfúsi Sigurðssyni mállausa
(sjá 8. bls.).
5) Lesanda finnst einhver fullyrðing eða skoðun í ritinu vera
hæpin, og er þji æskilegt, að hann segi sitt álit, því að það getur vakið
umhugsun og hjálpað til að finna rétta niðurstöðu.
6) Lesanda dettur eitthvað það í hug við lestur ritsins, sem hann
mundi hafa liaft orð á við ritstjórann, ef hann liefði setið á móti hon-
um í stofunni, og er þá vitanlega eins mikil ástæða til að skrifa
lionum það.
Óþarft er að skrifa langar greinar og sjaldnast æskilegt, — stuttar
athugasemdir, fáeinar setningar, nokkur orð nægja.
Nú verður fróðlegt og lærdómsríkt að sjá, hve margar athugasemdir
ritstjóranum berast við þetta hefti og hvernig hann hagnýtir sér þær.
Utanáskrift hans er Tjarnarbraut 11, Hafnarfirði.
ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA.
Utgáfustjórn: Ingimar Jóhannesson, Arngrímur Kristjánsson,
Ólafur Þ. Kristjánsson, ritstjóri.
Prentsmiðjan ODDI h.f.