Menntamál - 01.05.1946, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL
75
nú er, að það styttist um eitt ár. Því er ætlað að annast
uppfræðslu sex aldursflokka í stað sjö. Barnaskólana
eiga því framvegis að sækja þörn á aldrinum 7—13 ára,
þ. e. þau eru skólaskyld í þarnaskóla á því ári, sem þau
verða sjö ára, en ljúka þaðan prófi, þarnaprófi, á því ári,
sem þau verða þrettán ára. En með því er þó skólaskyldu
þeirra eigi lokið.
Á gagnfræðastiginu verður tveggja ára skólaskylda.
Þó getur fræðsluráð að fengnu samþykki fræðslumála-
stjórnar ákveðið hana einu ári styttri í einu eða fleiri
skólahverfum innan hlutaðeigandi fræðsluhéraðs. Þetta
ákvæði er eigi runnið undan rifjum milliþinganefndarinn-
ar, heldur þingsins. Verður það væntanlega dauður bók-
stafur, þar sem framkvæmd þess yrði til að skerða rétt
sumra af landsins börnum til undirbúnings undir lífið.
Skólar gagnfræðastigsins geta heitið þremur nöfnum:
unglingaskólar, miðskólar og gagnfræðaskólar. Greinast
þeir í tvær deildir, bóknámsdeild og verknámsdeild, eftir
því á hvort námið er lögð meiri áherzla. Hlutverk hvorr-
ar deildar verður jafnframt að nokkru leyti tvíþætt. Bók-
námsdeildinni verður ætlað hvort tveggja að búa nem-
endur undir menntaskóla og annað nám, er krefst líks
undirbúnings, en þessu samhliða veitir hún almenna og
samfellda fræðslu þeim, sem hyggja ekki á lengri skóla-
göngu. Svipuðu máli gegnir um verknámsdeildina. Hún
verður undirbúningsskóli verklegra sérskóla, jafnhliða
því sem hún veitir almenna fræðslu og leiðbeiningar án
tillits til frekara skólanáms. Með þessum deildum verður
að sjálfsögðu margt sameiginlegt, enda ætlazt til að nem-
endur geti flutzt til á milli þeirra með sæmilega hægu
móti. Aðalmunurinn verður sennilega sá, að miklu minni
tíma verður varið til erlendra tungumála í verknáms-
deild en bóknámsdeild, en í þess stað kenndar verknáms-
greinar með þeirri fjölbreytni, sem kostur er á hverjum
stað- Þar sem verknámsdeildin er tiltölulega nýtt fyrir-