Menntamál - 01.05.1946, Blaðsíða 6
76
MENNTAMÁL
brigði í íslenzkri- skólaskipan, er hvorki auðgert né hyggi-
legt að skera henni tiltekinn stakk fyrir fram. Reynslan
verður að prjóna henni haminn.
Unglingaskólar eru tveggja vetra skólar, sem taka við
af barnaskólunum. Þeir samsvara tveimur fyrri vetrum
miðskóla og gagnfræðaskóla. Ætla má, að í fámennum
skólahverfum verði unglingaskólarnir nátengdir barna-
skólunum, hafi sameiginlegt húsnæði, stjórn og kennara-
lið. Breytingin þar yrði því líkust því, að barnaskólinn
lengdist um einn vetur, en henni íylgdi það hagræði, að
unglingarnir gætu farið beint þaðan í þriðja bekk mið-
skóla eða gagnfræðaskóla án þess að þurfa að kosta til
aukakennslu né þreyta sérstakt inntökupróf. — Með
fullnaðarprófi úr unglingaskóla, unglingaprófi, er skóla-
skyldu lokið.
Miðskólinn er þriggja vetra skóli. Þegar honum sleppir,
er svo til ætlazt, að því hlutverki gagnfræðastigsins að
búa nemendur undir nám í öðrum skólum sé að mestu leyti
lokið. Miðskólaprófinu er ætlað að vera inntökupróf í
skóla næsta stigs skólakerfisins, menntaskóla- og sérskóla-
stigsins, að vísu með takmörkunum.
í unglingaskólum og miðskólum er gert ráð fyrir sam-
ræmdu námsefni í höfuðgreinum og samræmdum próf-
um. Annars væri ekki hægt að koma á slíku sambandi milli
skóla þessa stigs um land allt og fyrirhugað er. — Hvert
skólastig ætti að fá að ráða prófum sínum og eigi þurfa
að beygja sig undir kröfur næsta stigs fyrir ofan. Þörf-
um og áhugamálum nemenda verður að sinna á hverju
skeiði, en líta ekki eingöngu til þess, sem verða á, heldur
miklu fremur til þess, sem er.
Gagnfræðaskóli er fjögurra vetra skóli. Hann felur í
sér bæði unglingaskóla og miðskóla. Siðasti vetur hans
er einkum hugsaður þeim, sem ætla sér ekki að stunda
frekara nám. Er því svo ráð fyrir gert, að námsskrá
þessa vetrar geti orðið frjálslegri og sveigjanlegri en