Menntamál - 01.05.1946, Blaðsíða 18
88
MENNTAMÁL
fleira, einnig alls konar útsaum. Ein stúlkan hafði af-
kastað alveg sérstaklega miklu, enda hafði hún gaman
af að læra handavinnu og vann af kappi.
Fyrir jólin höfðu námsmeyjarnar líka saumað og
stoppað upp dýr og gefið litlum börnum á bæjunum í
kring. Allt var þetta mjög snyrtilegt og fallegt handbragð
á, þótt vandvirknin væri misjöfn, eins og annars staðar.
Síðan skoðuðum við skólahúsið. Herbergi námsmeyja
voru uppi á lofti, en skólastofur niðri. í kjallaranum var
herbergi, sem námsmeyjarnar ófu í til skiptis. Sauma
og matreiðslu lærðu þær h'ka til skiptis.
Þó var verklega námið ekki aðalatriðið í kennslu ung-
frú Guðrúnar, heldur var það hin siðferðilega hlið upp-
eldisins, sem hún lagði megináherzluna á, og reyndi þannig
í daglegri umgengni að hafa góð og göfgandi áhrif á nem-
endur sína. Ég sá það líka á meðan ég stóð þarna við,
að stúlkurnar báru hlýjan hug til hennar-
Ég vissi, að sumar stúlkurnar voru fátækar og um-
komulitlar og ekki miklar líkur til, að þær hefðu stundað
nám annars staðar.
Ég fór heim mjög glöð yfir öllu því, sem ég hafði fengið
að sjá, og óskaði þess í huga mér, að sem flestar ungar,
íslenzkar stúlkur fengju á ókomnum árum að njóta til-
sagnar jafn skyldurækinna og laginna kennara og Guð-
rúnar Stephensen.
Vestmannaeyjum, 29. des. 1945.
Guðfmna Guðbrandsdóttir.