Menntamál - 01.05.1946, Blaðsíða 21

Menntamál - 01.05.1946, Blaðsíða 21
MENNTAMAL 91 Egill Þórláksson kennari á Akureyri er fæddur að Þóroddsstað í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu 6. marz 1886. Hann lauk prófi við Kennaraskólann í Reykjavík vorið 1910 og var síðan kennari í Bái’ðardal 1910— 1916. Hann var heimiliskennari á Akureyri 1916—1919 og kennari við barnaskólann í Húsavík 1919—1939, en þá varð hann kennari við Barnaskóla Akureyrar og hefur verið það síðan. Egill hefur ritað þrjár bækur til lestrarkennslu: Stafrófskver og Bernsku- mál I—II. Hefði hann vel mátt rita méira fyrir yngstu lesendurna, því að hann fer nærri um, hvað þeim hentar, enda er mað- urinn í röð beztu kenn- ara, ekki sízt fyrir lítil börn, því að hann.er hverj- um manni hlýlegri og um- hyggj usamari og sýnir fágæta alúð og natni við starf sitt. Hannes J. Magnússon kennari á Akureyri segir um hann í Heimili og skóli: ,,Honum þykir vænt um allt, sem lifir, alla smælingja, og þó allra vænst um börnin. ... Og ef honum þykir vænna um nokkra eina tegund barna en aðra, þá myndu það helzt vera litlu, vangefnu og vanþroska börnin, því að . . . hann veit, að þau þurfa helzt á nærgætni og ástúð að halda.“ Egill er íslenzkumaður góður og svo laginn til skáld- skapar, að hann getur mælt í rímuðu máli eigi seinna en aðrir í órímuðu, en jafnframt eru sumar lausavísur hans meðal hins snjallasta, sem til er í þeirri grein.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.