Menntamál - 01.05.1946, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.05.1946, Blaðsíða 30
100 MENNTAMÁL son. Fjölritað. 13 bls. Kver þetta er ætlað nemendum Kennaraskól- ans, en fleiri gætu liaft gagn af því. ÞaS gerir grein fyrir ýmsum kennsluleiðum eða kennsluformum og sýnir, á hve margvíslegan hátt er liægt að leggja kennsluefnið fyrir nemcndurna. Er kennsla urn kisu tekin sem dæmi og miðað við börn í fyrstu bekkjunum. ÚR BRÉFUM Braglýti og guðsótti. Hinn aldni heiðursmaður og fræðaþulur, Björn Bjarnarson frá Grafarholti, heíur sent Menntamálum langt bréf, þar sem hann gerir að umtalseíni ýmis braglýti á vísum í stafrófskveri, sem hann hefur verið að fara með að undanförnu. Færir hann til dæmi mjög ýtar- lega. Ekki er kostur að birta bréf þetta allt hér í tímaritinu, enda eru aðrar bækur yfirleitt notaðar við lestrarkennslu barna nú, og um sumar aðfinnslur höfundar má deila. En hér konia nokkrar glel's- ur úr bréfinu: „Ljóður sá er á flestum ljóðum, sem hér eru ort, að ekki er hirt um hreinan braghátt, rétt ljóðform, og eru það stórlýti á ljóðum. því að binding ljóðmálsins, formið og hreinleiki jiess, er eitt þýð- ingarmesta atriði í ljóðagerð. F11 í því efni á sér stað hin megnasta vanhirða, og apar þar liver eftir öðrum. Stórgölluð ljóð, 'rammbjöguð og háttvillt, eru í hávegum höfð og börnum kennd. Lærðir menn yrkja háttbjagað, og alþýðan eltir þá. Hjálpast þannig flest að til Jress að slæva ög svæfa sntekk og tilíinningu fólksins fyrir hreinu og fögru ljóðmáli." ,,I Ijóði er barninu kennt: „Ungum er jrað allra bezt að óttast guð . . .“. Síðan í sama ljóði er barninu boðið: „Umfram allt þú ætíð skalt elska guð . . .“. Ungum sem gömlum mun torvelt reynast að elska jrað, sem óttast er, þótt boðið sé. Mundi ekki tími til kom- inn að losa nútíma-bókmenntir við gu&hrœðsluna og guðsóttann?" Ritstjóri Menntarnála vildi gjarnan fá sem mest af bréfum með athugasemdum við efni tímaritsins og sitthvað, sem lesendunum dettur í hug við lestur þeirra.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.