Menntamál - 01.05.1946, Blaðsíða 12
82
MENNTAMÁL
STEFÁN JÚLÍUSSON:
Lestrarbækur Ríkisútgáfunnar
Ríkisútgáfa námsbóka tók til starfa árið 1936. Margir
tóku henni tveim höndum. Kennarar og foreldrar bundu
við hana miklar vonir. Flestir væntu góðs af fyrirtækinu.
Kennarar fögnuðu sérstaklega lestrarbókunum. Eink-
um bjuggust smábarnakennarar við miklum framförum.
Lesbækur fyrir lítil börn höfðu verið fáar og fátæklegar-
Ríkisútgáfan hlaut að taka lesefnið fyrir yngstu aldurs-
flokkana til rækilegrar athugunar. Slíkt fannst þeim, er
til þekktu, óhjákvæmilegt.
Lestrarbækurnar tóku að koma út. Þær svöruðu á eng-
an hátt til vonanna. Lesefnið var valið af handahófi.
Myndirnar voru fáar og ekki góðar. Frágangurinn var
slæmur. Allan glæsibrag vantaði. Samræmi var harla lítið
milli lesflokkanna. Skipulag virtist vanta. Vísindaleg
vinnubrögð voru ekki fyrir hendi. Og brátt kom í ljós,
að lesefnið var allt of lítið.
Menn skildu þessa byrjunarannmarka. Bækurnar voru
sennilega gefnar út til bráðabirgða. Brátt myndu þær
verða teknar til rækilegrar athugunar. Bezt að bíða og
lifa í voninni.
Árin hafa liðið. Menn lifa enn í voninni. Hvað dvelur
endurskoðun lestrarbókanna ? Hví er ekki hafizt handa
um úrbætur ?
Vitað er, að Ríkisútgáfan gat fengið rétt til útgáfu
margra góðra smábarnabóka. Lítið verð var sett upp fyrir
þann rétt. Kennarar höfðu góða reynslu af bókunum- Þeir
hefðu fagnað þeim. Ríkisútgáfan hirti ekki um að kaupa
útgáfuréttinn. Ýmsir útgefendur hafa síðan gefið þessar