Menntamál - 01.05.1946, Blaðsíða 14
84
MENNTAMÁL
skólana? Hvers vegna ekki að tryggja sér bækur, sem
vel hafa reynzt?
Og ef allt um þrýtur, hví ekki að gera þá bara einhverja
breytingu, í von um, að það verði þó alltaf bót frá því,
sem nú er? — Hvað dvelur?
Stefán Júlíusson.
Nýr skóli.
Skólastjórinn á Drangsnesi við Steingrímsfjörð, Arni M. Rögn-
vaídsson, segir m. a. svo frá byggingu nýs skólahúss í þorpi sínu í
grein í síðasta hefti Heimilis og shóla:
,,Arið 1943 var byrjað á byggingu heimangönguskóla, ásamt íbúð
fyrir kennara og kapellu í enda hússins (altari, ræðustóll, skrúðhús).
Hinn 26. júní er mælt fyrir grunni hússins og fyrstu þökurnar los-
aðar af lóðinni. Voru ]>að fyrstu verklegu framkvæmdirnar. Seint í
nóv. sama ;ir var smábarnadeild skólans flutt í handavinnustofu liins
nýja lrúss, og íO. des. var flutt í íbúðina. Unt mánaðamótin jan. og
febr. 1944 var byrjað að kenna í annarri kennslustofunni, og næsta
sumar var gengið frá málningu og húsið vígt 3. sept. af biskupinum
yfir íslandi, hr. Sigurgeir Sigurðssyni.
I byggingu þessari eru 2 kennslustofur, ásamt rúmgóðum gangi og
kennaraherbergi, sem líka er notað lil bókageymslu. íbúðin er 3 her-
bergi og eldhús. I kjallara er handavinnustofa, böð, salerni, miðstöð
og geymslur. Milli skólastofu og kapellu eru 2 laus skilrúm, og cr
annað þeirra á lömum og gengur upp að veggjum. Er þvf auðvelt
að opna á milli. Þegar bæði skilrúmin eru færð frá, eru skólastof-
urnar ásamt kapellu orðnar að kirkju. Grunnflötur hússins er 215 m2.
Kyggingarkostnaður var 270 þús. kr. Ymis áhöld vanta enn til skól-
ans, sem illa hefur gengið að fá, en koma sennilega fljótlega, s. s.
orgel, hefilbekkur, saumavél, prjónavél o. fl. Slik áhöld þyrftu að
vera í hverjum skóla.
Ymsir hafa lagt byggingunni lið mcð því að gefa vinnu og pen-
inga. Gefin voru sterk og vönduð gluggatjöld í skólastofur og kapellu.
Enn fremur altaristafla og skrautlegir silfurkertastjakar í kapelluna.
Sýnir jretta velvilja fólksins og tryggð við málstaðinn.
I’á eiga skólanefndarmenn og Kristján Einarsson forstjóri sérstakar
þakkir skildar fyrir sín miklu og óeigingjörnu störf. Þrautseigja
þeirra og framtakssemi sýnir meðal annars, hvað hægt er að gcra.“