Menntamál - 01.03.1947, Side 12
6
MENNTAMÁL
ekki mikið. Greindin er háð takmörkunum, sem ekki verð-
ur komizt yfir. Sá, sem hefur greindarvísitölu 70, getur
t. d. lært að lesa og reikna með einföldustu aðferðum, ef
hann leggur að sér, og sömuleiðis getur hann lært að vinna
ýmsa hagnýta vinnu. En það er öldungis tilgangslaust
fyrir hann að ætla sér að reyna við gagnfræðapróf eða
stúdentspróf.
II.
Lögmálið um hinn tiltölulega mikla stöðugleika greind-
arvísitölunnar gerir kleift að kveða á um það allsnemma,
hvers konar nám barninu skuli hugað. Að því er tekur
til skólanáms, einkum í æðri skólum, skiptir ekkert ein-
stakt atriði eins miklu máli og hln almenna greind. Þess
vegna ætti að fara eftir niðurstöðum greindarprófa að
verulegu leyti um það, hverjir valdir skuli til mennta-
skóla- og háskólanáms og enn fremur til náms í æðri
framhaldsskólum. Tiltekið lágmark greindarvísitölu ætti
að vera skilyrði fyrir inngöngu í þessa skóla. Ef til vill
ætti þetta lágmark að vera GV 115. Hins vegar ætti þjóð-
félaginu að vera skylt að sjá öllum stórvelgefnum ungl-
ingum fyrir æðri menntun, að minnsta kosti þeim, sem
ná GV 130—140 eða hærri, ef engar sérstakar ástæður
mæltu gegn því. Þar mætti ekki láta efnahag foreldra eða
búsetu vera til fyrirstöðu.
*
Nú má enginn misskilja mig þann veg, að ég telji greind-
arpróf einu aðferðina til þess að velja nemendur til æðra
náms.
Hlutverk greindarprófanna er að vissu leyti neilcvætt.
Þau greina þá frá, sem eru ekki hæfir. En því fer fjarri,
að allir þeir, sem ná hinu tiltekna lágmarki greindarvísi-
tölu, séu sérstaklega hæfir til æðra náms eða þeirra starfa,
sem háskólapróf veita rétt til að stunda. Skapgerðarein-