Menntamál - 01.03.1947, Síða 20
14
MENNTAMÁL
unum. Ekki veit ég til þess, að siðurinn að kveðast á tíðkist
í Ameríku, hins vegar stafa menn hér hver í kapp við
annan, en sennilega er sá siður svo vel lifandi af því, að
það er ekki svo ýkjalangt síðan almenningur amerískur
varð stautfær. íslendingar ættu ekki að þurfa að eyða
tíma í slíkt.
Ég get ekki hugsað mér betri skemmtun fyrir unglinga
en kvæðakapp, og mætti til að auka það láta nemendur
í einum bekk iðka það og láta síðan þá beztu úr bekkn-
um keppa við aðra bekki í skólanum og flokk úr einum
skóla keppa við flokk úr öðrum skóla. Yrði slík kvæða-
keppni meðal skólanna að sínu leyti eins og fótboltakeppni
í amerískum og enskum skólum og öllu þjóðlegri.
Auðvitað yrðu börnin að læra mikið af vísum, áður en
þau færu að reka saman bögur sjálf. Sjálfsagt væri að
byrja með hinum ódýrri háttum ferskeytlunnar, en ekkert
væri á móti því, þótt þau fengju líka að kynnast þeim
dýrari. Að setja saman slíkar stökur er ekki ólíkt því að
fylla út í krossgátu, — en miklu munar það, að versa-
gjörðin er æðri íþrótt.
Það er síður en svo, að ég ætli mér þá dul að semja
fastar tillögur um kennslu í skáldskap í íslenzkum skól-
um. Það eitt, sem ég vildi benda íslenzkum kennurum á,
er að hér er hin allra þjóðlegasta íþrótt, sem á íslandi
hefur þroskazt og lifað hefur á heimilum og í sveitum
fram á daga þeirra manna, er hú lifa, og verið geysi-
drjúgur þáttur í menningu vorri.
Þennan þátt hafa íslenzkir skólar bæði hærri og lægri
algerlega vanrækt þrátt fyrir þau drjúgu uppeldislegu
áhrif, sem hann sannanlega (hugsið til hinna hagorðu
Þingeyinga !) hefur haft að geyma.
Þessi merkilega vanhyggja kemur auðvitað af því, að
í skólakerfi Norðurlanda, sem okkar kerfi var sniðið eftir,
var ekki ætlaður neinn tími til slíkra iðkana. Það er merki-
legt tákn um afl eftirlíkingarinnar, sem hefur ráðið svo