Menntamál - 01.03.1947, Side 25

Menntamál - 01.03.1947, Side 25
MENNTAMÁL 19 misjafnlega öflugri, unz hún er borin fram til sigurs um 125 árum síðar. Sigfús M. Johnsen getur þess í sögu Vestm.eyja (1. bindi, bls. 181), að Nathanael Gissurarson háfi haldið uppi skóla fyrir börn í eyjunum á síðari hluta 18. aldar. Mun það hafa verið einkaskóli, en eigi er þess getið, hve lengi hann starfaði. Menningarástand á 19. öld. í sýslulýsingu séra Jóns Austmanns 1843, er hann sem- ur til þess að svara 70 spurningum, sem gerðar voru af deild Hins íslenzka bókmenntafélags í Khöfn 1839, eru m. a. þessar upplýsingar um menningarástand Eyjabúa: — „Hvorki eru hér hljóðfæri né neinir, er þekki nótna- söng, innlendir, svo í lagi sé.“ — „Hér eru, að Dönum unuaiiSitiiaum, b2 menn skrifandi, 50 karlmenn, 12 Kven- menn.“ (íbúatalan þá um 360.) Séra Brynjólfur Jónsson svarar sömu spurningum í sýslulýsingu sinni 1873, eða 30 árum síðar, á þessa leið: — „Til eru þeir hér, sem leika á hljóðfæri, svo sem tveir á langspil, einn á ,,fíólín“, 7 á harmoniku.“ — „Skrifandi voru hér alls um síðast liðið nýár, 1873, 151, en óskrifandi 419. Óskrifandi karlmenn eru 148, en konur 271.“ Af öllum íbúunum eru þá 26% skrifandi móti rúml. 17% eftir upplýsingum séra Jóns Austmanns 1843. Séra Jón telur í lýsingu sinni, að siðferði manna hafi batnað. Því til sönnunar segir hann m. a.: — „Ofdrykkja í og við kirkjuna, sem áður var hér hneykslanleg, er nú að kalla öldungis liðin undir lok.“ Nokkuð segir hann það hafa farið í vöxt, frá því hann tók við embætti (1827), að menn keyptu bækur, helzt and- legar. Telur hann slæðing af bókum til manna á meðal, einkum Fornaldarsögur Norðurlanda og íslendingasögur og nægilegt af rímum.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.