Menntamál - 01.03.1947, Side 30

Menntamál - 01.03.1947, Side 30
24 MENNTAMÁL tækja, og fékk hann nú síðast í fyrra vandaða kvikmynda- sýningarvél. Skólastjórar og aðrir skólamenn. Fyrsti skipaður kennari við skólann í Dvergasteini (1884—85) var Lárus M. Árnason stúdent frá Vilborgar- stöðum í Vestmannaeyjum. Lárus tók heimspekipróf í Kmhöfn 1886, fluttist síðan til Ameríku og rak var lyfja- búð. Jón Jónasson Thorsteinsen, síðar prestur að Þingvöll- um, var skólastjóri við skólann 1885—86. Páll Pálsson, KristmuncLur Árnason frá Vilborgarstöð- um, Magnús Þorsteinsson, seinna prestur að Mosfelli, og Valdimar Friðfinnsson önnuðust hér barnakennslu á þess- um árum, stuttan tíma hver þeirra. Skólastjóri á árunum 1886—93 var Árni Filippusson (1856—1932). Árni gegndi lengst af verzlunarstörfum, bæði í Reykjavík, Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. Hann var mikill hagleiksmaður og listfengur um margt. Árni var um langt skeið formaður skólanefndar barnaskólans. Séra Oddgeir Þórðarson Guðniundsen (1849—1924) veitti skólanum forstöðu 1903—1904. Séra Oddgeir var prestur að Ofanleiti 1889—1924, en hafði áður verið prest- ur í Mýrdal og víðar. Hann var annálaður latínumaður og átti auðvelt með að rita á því máli. Steinn Sigurðsson (1872—1940) var hér skólastjóri 1904—1914. Steinn tók kennarapróf við Flensborgarskól- ann 1893. Hafði hann mikil afskipti af Ungmennafélagi Vestmannaeyja og beitti sér m. a. fyrir því, að það kom upp sundskóla í Eyjum. Steinn settist síðar að í Hafnar- firði og andaðist þar. Fékkst hann mikið við skáldskap, einkum ljóða- og leikritagerð. Björn JI. Jónsson (f. 1888), nú skólastjóri á ísafirði, var hér skólastjóri 1914—20. Björn lauk kennaraprófi

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.