Menntamál - 01.03.1947, Page 33

Menntamál - 01.03.1947, Page 33
MENNTAMAI. 27 ritinu furðulegt tómlæti frá fyrstu tíð. Fáir menn hafa séð um efni þess, svo árum skiptir. Þökk sé þeim öllum. Ég óska þess að lokum, að nú verði straumhvörf í þessu efni. Þá verður rit þetta sterkasti þátturinn í baráttu kennárastéttarinnar fyrir bættum uppeldisskilyrðum og menntun þjóðar vorrar. Ingimar Jóhannesson. RabbaS við gamlan kennara Ólafur Eiríksson er fæddur í Hlíð undir Austur-Eyja- fjöllum 2. júlí 1871 og er því 75 ára að aldri. Hann ólst upp á þessum bæ hjá vandalausu fólki. Lítillar fræðslu naut hann í bernsku, lærði þó að lesa. Eigi minnist hann þess þó, að hann hafi notið sérstakrar tilsagnar í þeirri grein. Rétt fyrir ferminguna fór hann að draga til stafs. Á næstu árum lagði hann mikið kapp á að fullkomna sig í þeirri mennt, sankaði að sér reikningum og hverju því, sem honum þótti til fyrirmyndar í ritlistinni, og hagnýtti sér það. Síðar eignaðist hann forskrifta- bók Gröndals. Um 1890 var ráðinn fastur kennari í sveitina og naut Ólafur tilsagnar hans í kvöldskóla. Seinna gerðist þar kennari Lárus Bjarnason, fyrrv. skólastjóri í Flens-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.