Menntamál - 01.03.1947, Síða 37

Menntamál - 01.03.1947, Síða 37
MENNTAMÁL 31 Ýmsum mun, cl til vill, við l'yrstu sýn íinnast þessi nýbreytni í efnis- röðun orka tvimælis. En þess ber að gæta, að börnin, einkunt þau yngri, tileinka sér lýsingu dýrsins sem einstaklings, en ekki hluta úr dýrafræðilegri bcild. Og ef dýrin eru lekin í námsbókinni í sömu röð og þeint er ski]>að í fylkingar, þá nær barnið ekki að nema um stun dýranna, sem þau liafa einna mest fyrir augum, fyrr en seint og síðar nteir, t. d. sum skordýr. Hins vegar er sjálfsagt að fara út í ílokkun dýranna í heild, þegar kemur upp í efri bekkina, einkum betri bekkina. Kemur j>á síðasti kafli bókarinnar, Jrróun og flokkun dýranna, að góðti lialdi. Furðanlega mörg dýr komast fyrir í jtessari stuttu bók. En ætíð verður nokkurt álitamál, hvað á að taka og hverju á að sleppa, þegar slík bók er samin. Að sjálfsögðu hefur ýmislegt orðið að sitja á hak- anum, enda j>ótt j>að séu fornkunningjar; t. d. fýll, úlfur, kanínur, héri, moldvarpa o. fl. En þessi dýr eru talin með í flokkun dýranna aftast í bókinni ásamt fleiri tegundum, setn ekki er j>ar annars staðar getið. Þarna gefst tækifæri til aukaverkefna, ef tími vinnst til í skólanum. Bókin virðist hæfilega löng. Höfundur hefur verið hagsýnn í vali og vinnubrögðum við samningu þessa litla kvers, og satt að segja eru j>ar gerð ótrúlega miklu efni ýtarleg skil. Lýsing margra dýranna er með ágætum, einkum sumra íslenzku dýranna. Hún er látlaus, sönn, tæmandi og laus við ój>arfa mælgi. Víða er skotið inn vel völdum spurningum. Er J>að til hægðarauka bæði fyrir kennara og nemendur. Vert er að geta J>ess, að í frásagnarhætti liöfundar og lýsingum gætir hvarvetna skilnings og vinsemdar til dýranna. Og þrátt fyrir tak- markað rúm, tekur hann með dálitla hugvekju um verndun dýranna. Þar segir meðaf annars: „ ... Góð meðterð dýra borgar sig ... Athug- aðu, ef húsdýr eru á heimili þínu, hvort þú getur ekki gert eitthvað, svo að þeim líði betur. — ... Við megum aldrei gleyma j>ví, að dýrin, tamin og villt, hafa tilfinningu og vit. — . . . Ef við erum vingjarnleg og jrofinmóð við dýrin, j>á verða þau oftast hænd að okkur og auð- sveip. — . . . Ýmsir gera sér að leik að skjóta fugla, aðeins til að sjá hvort J>eir geti hitt J>á. Það er Ijótur leikur. — . . . Það er án efa betri og varanlegri gleði að athuga lilnaðarhætti dýranna úti í náttúrunni en leika sér að því að kvelja ]>au og drepa...“ Höfundur á þakkir skilið fyrir J>essa bók. Við kennarar fögnum henni, og vel get ég trúað, að hún cigi eftir að verða vinsæl meðal barnanna. Jón Krislgeirsson.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.