Menntamál - 01.04.1957, Page 15
MENNTAMÁL.
XXX. 1.
JAN.—APRlL.
1957.
Af öllum handbærum hlutum,
þó henti þeir fjuldanum bezt
og síglaöa sjálfsánægju
í svip hans hafi þeir fest,
þeir hafa mig' útundan ennþá.
Einsdæmin — þau eru verst.
Þegar aðrir við speglana eru,
er oft, sem ég hreint ekki skil,
hve ásjónan getur geislað
í gleði af að vera til
því svo, ef ég lít í þá sjálfur,
ég sé ekki neitt, sem ég vil.
En gott þætti mér það að gleðjast,
og gæfuna oft þess ég bið
að leyfa minni ásjónu líka
að lofa mig speglana við
og upplyfta augliti mínu
á mig og gcfa mér frið.
Stefán Jónsson.
Stefán Jónsson kennari er
í hópi fjölhæfustu rithöfunda
okkar, einkum hefur hann
ritað af stakri nærfærni,
skilningi og þekkingu um
sálarlíf barna í skáldsögum
sínum. Síðasta bók ltans og sú
tuttugasta og fyrsta f röðinni
er Hnnna Dóra, fimlega gerð
skáldsaga. Þá er fagnaðar-
efni, að Hjalti litli er að
koma út í norskri þýðingu.