Menntamál - 01.04.1957, Page 16
2
MENNTAMAL
s
Dr. MATTHÍAS JÓNASSON:
NámserfiSleikar barna
og sálfræðiþjónusta í skólum.
Hvers vegna er Stína læs eftir fyrsta vetur í skóla, en
Hanna ólæs að kalla í lok þriðja «kólaárs?
Þessari spurningu velta foreldrar Hönnu oft fyrir sér,
en finna ekki óyggjandi svar. Þau eru ekkert einsdæmi.
Sams konar áhyggjur sækja á foreldra 2—3 þúsund skóla-
barna á íslandi. Því verður þessi mismunur í námsárangri
áhyggjumál hvers kennara og allra þeirra, sem hugsa um
skólamál. Hvað veldur honum?
Til mismunandi námsárangurs liggja margvíslegar
ástæður: hæfileikaskortur barnsins, ófullkomin umhyggja
hinna fullorðnu, afstaða barnsins til skólans og það álit,
sem það nýtur hjá félögum sínum.
Þessi atriði mun ég nú ræða nokkru nánar.
I.
1. MISMUNANDI NÁMSHÆFILEIKAII.
Hæfileikamunur barna er meiri en okkur grunar við
fyrstu sýn, þegar nýliðarnir koma í skólann, og örlaga-
ríkari fyrir nám þeirra. Börn þroskast misfljótt og sýna
á hverju aldursstigi ólíkan vitsmunaþroska. Athuganir,
sem gerðar hafa verið á greindarþroska íslenzkra barna,
sýna geysimun á bezt gefnu og tregustu börnum í skóla.