Menntamál - 01.04.1957, Page 22
8
MENNTAMÁL
barnið kom í skólann, var það dæmt til erfiðleika og árang-
ursleysis.
Margir foreldrar eiga erfitt með að skilja, að námsgeta
barna þeirra sé mjög takmörkuð. Þeim finnst, að jafn-
aldra börn ættu öll að hafa svipaða aðstöðu til þess að
ná árangri í námi, ef þau bara nenna og njóta öll jafn-
góðrar kennslu. En það er mikill vandi að fá treg börn til
að „nenna“, af því að þau sjá, að áreynsla þeirra ber
furðulítinn árangur. Góður árangur stælir vilja barns-
ins að leggja sig fram við námið, en árangursleysið og
vonbrigðin, sem það veldur, lama viljann og veikja sjálfs-
traustið. Þetta vilja foreldrar ekki láta sitja á afkvæmi
sínu. Því hættir þeim til að kasta sökinni á kennarann,
oft að lítt athuguðu máli. Slík tortryggni getur leitt til
þess að styrkja barnið í neikvæðri afstöðu gagnvart skól-
anum.
Okkur má ekki lengur sjást yfir þessar staðreyndir. >
Róttæk samfélagsbylting og umturnun siða hefur leitt
til þess, að heimili fjölmargra barna valda ekki lengur
uppeldishlutverki sínu. Þau veita börnum aðeins ófull-
nægjandi skilyrði til vitsmuna- og siðgæðisþroska og
engan teljandi stuðning í námi. Fjöldi barna og unglinga
í skólunum okkar sér foreldra sína aldrei eyða tómstund
yfir bók. Bókalestur sem tómstundaiðja almennings er
að þoka, ýmist fyrir öðrum skemmtunum eða þá að annir
glepja tómstundirnar. Bókhneigð foreldra getur orðið
barninu áhrifarík fyrirmynd, sem vísar því sjálfu leið
að bókinni og glæðir þannig áhuga þess á lestrarnáminu.
En þessa stuðnings fara fjölmörg börn á mis.
4. SJÚKDÓMAR OG LÍKAMSGALLAR.
Ýmisleg áföll, sem börn hreppa, geta hamlað þroska
þeirra og valdið sérstökum erfiðleikum í námi. Auðsæj-
ast er þetta um heilsufarið. Þó að börn séu hraust, metið
í heild, er það ekki fátítt, að barn missi af kennslu fáeina