Menntamál - 01.04.1957, Qupperneq 33
MENNTAMÁL
19
unum. Ótalin eru þau börn, sem verða áheyrendur og
áhorfendur að öllum aðdraganda hjónaskilnaðar, fjöldi
barna sér hamingju heimilislífsins verða ofdrykkjunni
að bráð. Fregnir berast nær daglega af afbrotum: ungling-
ar, fullvaxnir menn og heimilisfeður gerast brotlegir við
lög og verða að þola hegningu. Oft verður mér hugsað til
þess við slíkar fregnir, að hinir brotlegu eru nákomnir
ungum börnum: sínum eigin börnum, systkinum sínum
og frændum. Afbrot og hegning eru ægilegir viðburðir í
augum barna. Sársaukalaust fara þeir aldrei fram hjá
þeim, en mörgu barni valda þeir þungu áfalli.
Hver leiðréttir þá truflun?
Gegn öllum þessum hættum þarf eftirlit, andlega heilsu-
vernd, stuðning og lagfæringu. Síaukinn ys og hraði nú-
tímans gerir almenna geðvernd að knýjandi nauðsyn.
Tuttugu þúsund börn, sem stunda nám í barnaskólum,
þarfnast hennar ekki síður en aðrir þegnar þjóðfélags-
ins. En sérstakan rétt til hennar eiga þau vegna þess, að
þau sækja skólann samkvæmt lagaboði. Að vissu leyti er
nemandinn í opinberri þjónustu, enda stundar hann nám
sitt að öllu leyti eftir fyrirmælum og skipulagningu ríkis-
ins. Því ber ríkinu að sjá fyrir þörfum hans og greiða úr
þeim vandkvæðum, sem á náminu verða. Þeirri skyldu
fullnægir ríkið ekki til hlítar með því að leggja barninu
til skóla, kennslubækur og kennara. Það vantar mikilvæg-
an þátt í fræðslukerfi okkar, meðan ekki er séð fyrir sál-
fræðilegri þjónustu í skólum, sem annist þau börn, er
framar öðrum þarfnast rannsóknar, umhyggju og að-
gerða. Nú hafa flestar menningarþjóðir sálfræðinga
starfandi í skólum og vinnur sú starfsemi æ meiri hylli
og útbreiðslu. Islenzkir kennarar munu ekki þola það til
lengdar að vera settir skör lægra en starfsbræður þeirra
hjá öðrum menningarþjóðum með því að synja þeim um
nauðsynlega sálfræðilega aðstoð í starfi.