Menntamál - 01.04.1957, Qupperneq 34
20
MENNTAMÁL
III.
1. KOSTNAÐUR VIÐ SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTU.
Margur mun óttast, að kostnaður við sálfræðiþjónustu
í skólum reynist óbærilegur, ef til hennar verður stofnað
í okkar strjálbýla landi. Nýir kostnaðarliðir vaxa okkur
jafnan í augum, þó að við látum hefðbundinn kostnað
standa óhaggaðan án þess að rannsaka, hvort hann yrði
ekki notadrýgri með breyttri tilhögun. Auðvitað verður
sálfræðiþjónusta í skólum ekki framkvæmd kostnaðarlaust.
Samt verður kostnaður við hana hverfandi lítill, borinn
saman við þann heildarkostnað, sem af skólafræðslunni
leiðir, og við þau not, sem af sálfræðiþjónustunni hlytu að
verða.
Þessu til staðfestingar verður lítill samanburður að
nægja. Haustið 1955 kom til álita að stofna til sálfræði-
þjónustu í barnaskólum. Ýmsar hliðar málsins voru at-
hugaðar, þ. á m. samin nákvæm kostnaðaráætlun fyrir
árið 1956. Starfslið var áætlað tveir sálfræðingar með
nauðsynlegri skrifstofuaðstoð. Reksturskostnaður fyrsta
árs að viðbættum nokkrum stofnkostnaði, reiknaðist kr.
200 þús. Ef litið er á þessa tölu eina, er þetta álitlegur
skildingur, en virðist viðráðanlegur, ef hann er borinn
saman við annan kostnað. Tökum t. d. lítinn barnaskóla
með 113 börnum og 4 kennurum. Reksturskostnaður hans
varð skólaár 55-56 kr. 256.594,40, rúmlega kvartmilljón.
Af því greiðir ríkissjóður 70% eða tæpar 180 þús. krón-
ur. Með því að 20 þús. börn stunda nám í barnaskólum,
þyrfti handa þeim hér um bil 180 skóla af þessari stærð,
ef þannig væri skipað. (Opinberir barnaskólar eru 212
og 5 einkaskólar). Ofangreindur kostnaður við sálfræði-
þjónustu í barnaskólum myndi því nema nálægt hálfum
eyri á hverja krónu af beinum reksturskostnaði barna-
skólanna. Hins vegar nær hann ekki úr eyri á hverja
krónu af heildarkostnaði til menntamála árið 1956.