Menntamál - 01.04.1957, Side 38
24
MENNTAMAL
ættu í námsörðugleikum, tekið til sérstakrar meðferðar
börn, sem haldin eru ákveðnum göllum eða valda af öðrum
ástæðum erfiðleikum, og loks gæti hann vísað erfiðustu
börnunum til frekari sérfræðilegra rannsókna hjá öðrum
sálfræðingum og læknum, ef þau þörfnuðust sérhæfðari og
tímafrekari aðgerða en hann hefur tök á að veita. Slíkt
samstarf er engu ónauðsynlegra milli sálfræðinga en milli
lækna. Sálræn vandkvæði barns, sem sálfræðingur fær til
greiningar og meðferðar, eru oft torskilin og erfið við-
fangs. En með þeirri tilhögun, sem hér er stungið upp á,
væri hverjum sálfræðingi tryggt skipulegt samstarf við
stéttarbræður sína, og þar með hverjum skóla sú aðstoð,
sem hann þarfnast mest.
Ef skólamenn standa fast saman um kröfur sínar, að fá
bætt úr brýnustu þörf skólanna fyrir sálfræðilega aðstoð,
munu yfirstjórn fræðslumálanna og fjárveitingavald Al-
þingis að lokum hverfa að þessu ráði. Ekki skal þó dregið
í efa, að sálfræðiþjónustan hefst með fámennu starfsliði.
Það er þolandi, ef hvorki verður byrjað svo smátt né
óheppilega, að starfið sé af þeim sökum ekki þróunarhæft.
Þó að byrjun verði smá — t. d. 2-8 sálfræðingar — þarf hún
að vera þannig hugsuð, að hún megi teljast traustur grund-
völlur að umfangsmeira starfi, sem af henni hlýtur að þró-
ast. Smárri byrjun fylgir sá kostur, að starfið byggist upp
með vaxandi reynslu og við aukinn skilning almennings
á þýðingu þess. Hin brýna þörf skólanna fyrir sálfræðilega
aðstoð mun krefjast þess, að sálfræðiþjónustan verði raun-
verulega virkt afl í uppeldis- og fræðslustarfi þjóðarinnar.
Janúar 1957.
Matthías Jónasson.