Menntamál - 01.04.1957, Side 41
MENNTAMÁL
27
MAGNÚS FINNBOGASON:
Fimmta þing Heimssambands kennarafélaga,
haldið í Manilu 1.-8. ágúst 1956.
i.
Sumarið 1952 gerðist í Kaupmannahöfn sá merkisat-
burður á sviði alþjóðlegrar samvinnu, að tvö alþjóðasam-
bönd kennara, Alþjóðasamband menntaskólakennara
(FIPESO = Federation Internationale des Professeurs de
PEnseignement Secondaire Officiel) og Alþjóðasamband
barnakennara (IFTA = International Federation of
Teachers Associations), sem um langt skeið höfðu starfað
og haldið alþjóðleg þing hvort í sínu lagi, gerðu með sér
samband og mynduðu sameiginlega Heimssamband kenn-
ara (WCOTP = World Confederation of Organizations of
the Teaching Profession). Alþjóðasambönd þau, sem
mynduðu heimssambandið, hættu þó eigi að starfa hvort í
sínu lagi sem sjálfstæð alþjóðleg félög, heldur halda
sjálf sérstök alþjóðleg þing ár hvert eins og áður, en
senda auk þess hvort um sig sérstakan fulltrúa á þing
heimssambandsins. Hvert kennarafélag, sem er í Al-
þjóðasambandi menntaskólakennara, hefur rétt til að senda
fulltrúa bæði á ársþing þessa alþjóðasambands og á árs-
þing heimssambandsins. Á sama hátt hefur hvert kenn-
arafélag, sem er í Alþjóðasambandi barnakennara, rétt
til að senda fulltrúa á ársþing þess alþjóðasambands
og á ársþing heimssambandsins. Auk þess senda alþjóða-
samböndin sjálf sinn fulltrúann hvort á ársþing heims-
sambandsins, eins og áður er sagt. — Öll kennarafélög,
sem eru í öðru hvoru alþjóðasambandinu, eru þannig um
leið félagar 1 heimssambandinu. En auk þess geta kenn-