Menntamál - 01.04.1957, Qupperneq 42
28
MENNTAMÁL
arafélög, sem hafa bæði menntaskólakennara og barna-
kennara innan vébanda sinna, gengið beint í heimssam-
bandið, enda mundu slík félög ekki eiga heima í áður-
nefndum alþjóðasamböndum samkvæmt starfsskrá þeirra.
Eins og áður var getið, var fyrsta þing heimssambands-
ins, sem jafnframt var stofnþing þess, háð í Kaupmanna-
höfn 1952. Annað þing þess var háð í Oxford 1953, hið
þriðja í Osló 1954, hið fjórða í Istambul 1955, hið fimmta
í Manilu 1956.
Um nokkurt skeið hafa tvö íslenzk kennarafélög tekið
þátt í alþjóðlegri samvinnu, Félag menntaskólakennara,
sem er félagi í Alþjóðasambandi menntaskólakennara
(FIPESO), og Samband íslenzkra barnalcennara, sem er
félagi í Alþjóðasambandi barnakennara (IFTA). En sam-
kvæmt því, sem áður er sagt, eru þessi tvö kennarafélög
jafnframt félagar í Heimssambandi kennara (WCOTP).
Þau eiga því ekki aðeins rétt til að senda fulltrúa á árs-
þing alþjóðasambands þess, sem þau eru félagar í hvort
um sig, heldur einnig á ársþing heimssambandsins.
Um miðjan síðastliðinn vetur barst hvoru hinna íslenzku
kennarafélaga um sig bréf frá aðalritara heimssambands-
ins, dr. William G. Carr í Washington, þar sem hann tjáir
þeim, að næsta ársþing heimssambandsins verði haldið
í Manilu á Filippseyjum 1.—8. ágúst 1956, en vegna þess,
hve Evrópumenn eigi langt að sækja, verði einum manni
frá hverju Evrópulandi, sem rétt eigi til að senda full-
trúa, veittur ríflegur ferðastyrkur úr svonefndum Asíu-
sjóði. En sjóður þessi mun að mestu leyti vera stofnaður
með fjárframlögum frá Bandaríkjunum og ætlaður til
eflingar menningu í Austurlöndum. — Þetta þótti stjórn-
um félaganna gott og höfðinglegt boð. En ljóst var, að
sami maðurinn yrði að fara sem fulltrúi beggja félag-
anna, þar eð erlendi styrkurinn náði aðeins til eins manns,
en óhugsanlegt, að meira innlent fé fengist en það, sem
einn maður þyrfti til viðbótar erlenda styrknum. Það varð