Menntamál - 01.04.1957, Síða 45
MENNTAMÁL
31
menn voru að fara í víking saman, Norðmaður og íslend-
ingur, eins og stundum átti sér stað á 1. öld íslandsbyggð-
ar, — eða öllu heldur í landaleit. En varla munu þó nöfn
okkar verða rituð á spjöld sögunnar vegna landafunda eins
og nöfn þeirra Leifs Eiríkssonar og Columbusar, sem
fundu Vínland á undan okkur, og nafn Magellans, sem
fann Filippseyjar á undan okkur.
Næsta morgun, fimmtudaginn 26. júlí, héldum við flug-
leiðis suðvestur yfir meginland Bandaríkjanna til Los
Angeles. Á þeirri leið var lent aðeins á einum stað, í St.
Louis. í Los Angeles, þessari sólbjörtu og fögru borg á
strönd Kyrrahafsins, dvöldumst við rúma tvo daga. Við
fórum víða um borgina og skoðuðum meðal annars borgar-
hluta þann, sem Hollywood nefnist og frægur er fyrir kvik-
myndagerð, og ókum einnig um hverfi það, sem ýmsir
frægir kvikmyndaleikarar hafa átt og eiga sér einbýlis-
hús í, fremur lítil snyrtileg smáhýsi með yndislegum
görðum.
Frá Los Angeles héldum við laugardaginn hinn 28. júlí.
Var nú stefnt suðvestur út á Kyrrahaf, og var ferðinni
heitið til Honolulu, höfuðborgar Hawaieyja. í Honolulu
nutum við ógleymanlegrar velvildar og gestrisni Kennara-
félags Hawaieyja og einstakra kennara. Var ekkert til
sparað, að dvöl okkar í þessu fagra og ljúfa hitabeltislandi
yrði okkur minnileg og geðþekk. Við vorum allt í einu
staddir í nýjum og áður óþekktum heimi, heimi barns-
legrar glaðværðar og áhyggjuleysis.
Eftir tveggja daga dvöl í Honolulu kvöddum við vini
°kkar þar og stefndum enn suðvestur um Kyrrahaf, og
var nú ferðinni heitið til Manilu, borgarinnar handan
Kyrrahafsins, þar sem heimsmótið skyldi haldið. Fórum
við af stað frá Honolulu mánudaginn 30. júlí, kl. 17,30,
en komum ekki til Manilu fyrr en um hádegisbil miðviku-
daginn hinn 1. ágúst. Samt tók flugið frá Honolulu til
Manilu ekki nema 24 klukkustundir. En þess ber að gæta,