Menntamál - 01.04.1957, Page 51

Menntamál - 01.04.1957, Page 51
MENNTAMÁL 37 hærra dró. Vér fórum að kenna hrolls, enda súgblautir eftir regnið, sem vér höfðum lent í um daginn, og var jafn- vel ekki laust við, að tennur glömruðu í þeim, sem næm- astir voru fyrir svalanum. En enginn hafði bent oss á, áður en lagt var af stað, að hafa með oss skjólföt. Þegar komið var til Baguio, voru menn þreyttir og kaldir. Þannig til reika gengu þeir fyrir borgarstjórn Baguio-borgar. En sem betur fór, tók sú heimsókn aðeins skamma stund. Smurt brauð og ávaxtasafi var á borðum, en enginn virtist hafa lyst, og lítil var gleði manna að því hófi. Að því búnu var mönnum ekið til gistihúss eins, þar sem ágætur, heitur matur beið þeirra. Tóku menn nú að hressast, og lund þeirra léttist, er þeir settust við fag- urlega skreytt borð í hlýjum og rúmgóðum salarkynnum. I þessu sama gistihúsi áttu stjórnarmenn þingsins og kon- ur allar að gista um nóttina, en alþýða karlmanna í skál- um, sem filippseyskir kennarar eiga í útjaðri borgarinnar. Dansskemmtun fór fram í gistihúsinu eftir kveldverð. Ekki tókum við Sollesnes þó þátt í henni, kusum heldur að halda til skálanna, þar sem við áttum að gista um nótt- ina, snöruðum okkur niður í kaldar, rakar rekkjurnar, huldum þær flugnanetjum og fórum að sofa. Næsta morgun, sunnudaginn 5. ágúst, vöknuðum við Sollesnes snemma og klæddumst. Við gengum út og lituð- umst um. Léttskýjað var og sól komin upp, en dýrlegur svali í lofti, því að nú vorum við í 1650 metra hæð yfir sjávarflöt. Við okkur blasti falleg, bjartleit borg í um- gerð eins hins dýrlegasta landslags, sem ég hef augum litið. Háir ásar og hnúkar, þaktir barrskógum, risu í vestri, norðri og austri. Eftir giljum og skorningum fossuðu læk- ir stall af stalli. Fuglakliður og nærandi gróðurangan fylltu loftið. Ljósleit smáhýsi sáust á víð og dreif um skógi vaxn- ar brekkurnar. Allt var tært, hreint og ósnortið. Fegurð- in, sem umlykur borgina, og hinn heilsusamlegi fjallasvali, sem leikur um hana, hefur gert hana að griða- og hvíldar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.