Menntamál - 01.04.1957, Page 55
MENNTAMÁL
41
Fjölda annarra starfsstétta var þá einnig skipað í
X. launaflokk, þ. á m. póstafgreiðslumönnum, tollvörðum,
símriturum, bókurum, fulltrúum og gjaldkerum við minni
ríkisstofnanir o. fl.
Bæjarstarfsmönnum var með samþykkt launareglu-
gerða einnig skipað í launaflokk með hliðsjón af launalög-
um. Ríkis- og bæjarlögregluþjónum, slökkviliðsmönnum,
iðnlærðum verkamönnum var þá skipað í launafl. er svar-
aði til X. fl. launalaga.
Biðtími til hámarkslauna var þá almennt ákvarðaður
6 ár, en hjá kennarastéttinni var hann áður 15 ár.
Laun í X. launaflokki voru þá ákvörðuð og miðuð við
það, að þeir, er þar hlutu sess, bæru ekki minna úr být-
um í árslaun en iðnsveinn á frjálsum markaði, ef hann
hefði stöðuga atvinnu.
Atvinnuöryggi og hlutur ríkissjóðs á móti iðgjalda-
greiðslum í lífeyrissjóð hefur jafnan verið metið til sér-
staks ávinnings opinberum starfsmönnum (sem svarar
3—5°/o), er borið hefur verið saman við launagreiðslur á
frjálsum markaði. — Við samþykkt löggjafar um atvinnu-
leysistryggingar var þetta atriði þó ekki talið jafn þungt
á metum.
II.
Ekki alllöngu eftir samþykkt launalaganna 1945 fór
að bera á réttmætri óánægju meðal opinberra starfsmanna
með launakjör, og urðu afkomumöguleikar þeirra og kaup-
máttur launa óhagstæðari með hverju árinu sem leið.
Ástæður hinnar réttmætu gagnrýni og óánægju voru
þessar helztar:
1. Hinni sívaxandi verðbólgu fylgdi aukið misrétti, er
bornar voru saman launagreiðslur fastlaunaðra ríkis-
starfsmanna og launagreiðslur á frjálsum markaði við
hliðstæð eða sömu störf, og stóðu nú ríkisstarfsmenn höll-
um fæti í æ ríkara mæli á þessum árum.