Menntamál - 01.04.1957, Side 56
42
MENNTAMÁL
2. Þá gætti og vaxandi gagnrýni í garð gildandi flokka-
skipunar, að nokkru vegna breyttra aðstæðna frá 1945 og
eins vegna vafa á réttmætu mati á starfi og skipan starfs-
hópa í launaflokka við samþykkt launalaganna 1945.
Barnakennarastéttin benti t. d. í þessu sambandi á
lengingu námstíma og kostnaðarsamara undirbúningsnám
kennara en ýmissa annarra starfshópa, er tækju laun í
X. flokki.
Launabaráttan var því tvíþætt, og þá ekki hvað sízt
barátta kennarastéttarinnar.
I fyrsta lagi sameiginlegt átak með öllum öðrum laun-
þegum hins opinbera til þess að ná á ný jafnréttisað-
stöðu, miðað við launagreiðslur á frjálsum vinnumarkaði,
og í annan stað, að fá kennslustörf hærra metin, saman-
borið við önnur störf unnin á opinberum vettvangi.
Hinu fyrra marki mátti raunar ná tæknilega án endur-
skoðunar launalaga, en nýtt mat á störfum og ný flokka-
skipan fékkst ekki nema með endurskoðun laganna sjálfra.
III.
Árið 1949 fékkst loforð þáverandi ríkisstjórnar um
endurskoðun launalaga. Stjórnskipuð nefnd endurskoðaöi
lögin, en þingfylgi virtist ekki fyrir hendi við samþykkt
nýrra launalaga í það sinn.
Hins vegar var í slíkt óefni komið, að Alþingi sá ekki
annað fært en að taka nú á fjárlög ákveðna fjárupphæð
frá ári til árs til að mæta uppbótargreiðslum á grunn-
laun ríkisstarfsmanna. Þessar uppbætur námu frá 10—
20% á ákvörðuð grunnlaun, samkvæmt launalögum frá
1945. (10% á 3 hæstu flokkana og 15—1714% á miðflokk-
ana og 20% á lægstu flokkana).
Barnakennarar (X. fl.) hlutu 17!%%.
Þessi skipan var að allra dómi bráðabirgðalausn og um
leið vandræðalausn. Óánægjan gróf enn um sig meðal
ríkisstarfsmanna, og loks fékkst nýtt loforð um endurskoð-