Menntamál - 01.04.1957, Page 57
menntamál
43
un, og skyldi hún fela í sér varanlega og sanngjarna lausn
til frambúðar, þar sem tryggt yrði, að laun ríkisstarfs-
manna yrðu metin til samræmis við launagreiðslur á hin-
um frjálsa markaði og samræmd og endurmetin úrelt
flokkaskipan frá 1945.
1 árslok 1954 voru þó teknar ákvarðanir í sambandi við
samþykkt fjárlaga fyrir árið 1955, að uppbótargreiðsl-
urnar skyldu vera jafnar til allra launaflokka og vera
20%. Ákvörðun þessi gilti fyrir bæði árin 1954 og 1955.
Þessar litlu grunnlaunahækkanir, er mið- og lægstu
launaflokkunum féllu í hlut, ollu vantrausti í garð heildar-
endurskoðunarinnar, er þá stóð sem hæst, og var það að
vonum, því að hér var éinungis um 2^2—5% grunnkaups-
hækkun að ræða frá því, sem gilt hafði um nokkur ár.
Opinberir starfsmenn voru þá orðnir nokkuð lang-
þreyttir og efuðust um það, að sómasamleg grunnkaups-
hækkun fengist viðurkennd til samræmingar með hinum
nýju launalögum, og yfirleitt voru þeir þá tortryggnir á,
að þau mundu fela í sér nokkra viðunandi lausn.
Á öndverðu ári 1955 gætti þessarar óánægju ekki hvað
sízt hjá barnakennarastéttinni, er ekki gat vænzt veru-
legrar lagfæringar, nema með nokkurri grunnkaupshækk-
un, eins og öðrum skyldi hlotnast, en auk þess með nýju
mati á starfi þeirra.
Sex ára biðtími til fullra launa var einnig mjög óvin-
sæll. — Hliðrað hafði verið til í þessu efni hjá ýmsum
starfshópum og því borið við, að nýliðar fengjust ekki til
starfsins, nema svo yrði gert. Fjármálaráðuneytið féllst
á, að tilhlutan og í samráði við kennslumálaráðuneytið,
að koma þá einnig til móts við yngstu kennarana í þessu
efni, og gilti sú ákvörðun fyrir árið 1955, og bætti það
nokkuð úr skák.
IV.
Launamálanefnd var þegar við upphaf málsins Ijóst,