Menntamál - 01.04.1957, Síða 58
44
MENNTAMAL
að sánnur og sanngjarn málaflutningur forsvarsmanna
kennarastéttarinnar yrði ekki sniðgenginn. — Ekki yrði
komizt hjá því að rétta hlut stéttarinnar að nokkru. —
Nýtt og hagstæðara mat hlyti að sjálfsögðu að koma til
greina, (þ. e. hækkun um flokk), en það yrði einkum háð
eftirgreindu:
í fyrsta lagi, hver yrði niðurstaðan um grunnkaups-
hækkun, þ. e. hver yrðu grunnlaun X. flokks. Hvað yrði
grunnkaupshækkunin mikil í %, miðað við lögfestan
launastiga frá 1945.
f annan stað, hve almenn tilfærsla á milli flokka yrði
gerð í hinu nýja frumvarpi.
Fulltrúum bandalagsins í launamálanefndinni var það
vel ljóst, að því hærra, sem grunnkaupinu yrði þokað
til samræmis við frjálsa markaðinn, þeim mun erfiðara
yrði um vik, um tilfærslu í flokkum almennt.
Lokaákvörðun um 30% hækkun launastigans (10%
hækkun til viðbótar þeim 20%, er greidd höfðu verið um
tíma) var fyrst tekin í lok endurskoðunarinnar og þá um
leið fengið loforð ríkisstjórnarinnar um flutning frum-
varpsins, sem stjórnarfrumvarps. — Hér var mest í húfi.
— Um þá hækkun munaði líka hvað mest, og var sú lausn,
er fékkst, hvort tveggja siðferðilegur sigur og raunhæf-
ar bætur, er allir launþegar í opinberri þjónustu urðu
jafnt aðnjótandi.
Svo sjáist hve mikið var hér í húfi, skal þess getið, að
grunnkaupshækkanir þessar námu samkvæmt áætlun 15,6
milljóna útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð frá því, sem
áður var.
Flokkatilfærslan var nokkuð annars eðlis. — Enn flókn-
ara og viðkvæmara mál, er snerti nýtt mat á störfum hinna
ýmsu starfshópa.
Grunnlaunahækkun hafði ávallt verið beint samnings-
atriði á milli trúnaðarmanna launþeganna og ríkisstjórn-
arinnar eða umboðsmanna hennar.