Menntamál - 01.04.1957, Síða 59
MENNTAMÁL
45
Ný flokkaskipan var háðari Alþingi, er þar að kæmi.
Ef í ljós kæmi, að fjárhagsnefndir þingsins teldu sig
geta mælt með tilfærslu í milli flokka í víðtækara mæli
en fulltrúar ríkisvaldsins höfðu enn viðurkennt, þrátt
fyrir umsamda grunnkaupshækkun, er ríkisstjórn hafði
goldið jáyrði, stóð kennarastéttin og skólamálaflokkur-
inn í heild frekar vel að vígi, þar sem nefndin hafði þá
þegar mælt með verulegum hækkunum í þeim launþega-
flokki.
V.
Niðurstaða sú, er að lokum fékk staðfestingu Alþingis
varðandi einstök atriði flokkaskipunarinnar var að síðustu
undirbúin á sameiginlegum fundum f járhagsnefnda beggja
þingdeilda og launamálanefndar, og var þá, svo sem fært
þótti, tekið tillit til óska forsvarsmanna einstakra starfs-
hópa.
Nú er rúmt ár síðan hin nýju launalög öðluðust staðfest-
ingu, og hver og einn hefur um skeið haft aðstöðu til að
kynna sér einstök atriði þeirra.
Hér skal að lokum getið þeirra atriða, sem mestu máli
skipta fyrir kennarastétt landsins og hver ávinningur-
inn varð að þessu sinni.
í fyrsta lagi skal hér nefnd sú 30 % grunnkaupshækkun.
sem viðurkennd var á launastigann frá 1945. Eða 10%
frá því sem greitt var samkvæmt fjárlagaheimild árin
1954—1955.
í annan stað var biðtími til hámarkslauna styttur úr
6 árum í 4 ár.
Þá var það verulegt hagsmunamál fyrir kennara, er
vinna skemur en 9 mánuði, að nú skal aðeins draga frá
1/12 í stað 1/9 fyrir hvern starfsmánuð, er unnið er
skemur.
Veigamesta atriðið, er snertir barnakennarastéttina,