Menntamál - 01.04.1957, Síða 60
46
MENNTAMAL
má þó vafalaust telja flutning hennar úr X. launaflokki
í IX. flokk.
Auk þess voru ýmsir aðrir starfshópar úr skólamála-
flokknum fluttir um flokk, nokkrir aðrir, er ekki hlutu
flokkshækkanir, fengu með samþykkt laganna fyrirheit
um, að menntamála- og fjármálaráðuneytinu væri heimilt
að greiða einstöku starfshópum nokkra þóknun tíl við-
bótar grunnlaunum fyrir störf, er nauðsynlega þarf að
vinna, eða voru unnin í þágu skólanna, en voru þess eðlis,
að erfitt var að flokka þau með aðalstarfi.
Án þessara heimilda þótti ekki auðið að ná réttlátri
samræmingu milli einstakra starfshópa, þessa viðamikla
og fjölþætta málefnaflokks.
Þegar í júlímánuði s. 1. voru gefnar út reglugerðir, sam-
kvæmt nýju launalögunum, er fólu í sér verulegar hags-
bætur, er féllu í hlut einstökum starfshópum, er annars
hefðu talið sig réttilega hafa borið skarðan hlut frá borði
miðað við aðra.
Hér hefur nú verið leitazt við, að draga fram þau
aðalatriði, er mest hafa einkennt launamálabaráttu ríkis-
starfsmanna almennt, síðasta áratuginn, jafnframt því,
sem getið hefur verið sérstaklega þeirra atriða nýju launa-
laganna, er mestu máli skiptir fyrir kennarastétt landsins.
Arngrímur Kristjánsson.
U ppeldismálaþingið
verður háð á Akureyri snemma í júní næstkomandi. /
Verður sagt rækilega frá því síðar. |
SAMBANDSSTJÓRN. >