Menntamál - 01.04.1957, Page 62
48
MENNTAMAL
JÓN KRISTGEIRSSON, kennari:
Athugasemd við athugsemd snertandi
ólæsa nýliða í US o. fl.
(Sjá Menntamál 1956, bls. 204)
Það virðist sem misskilnings gæti í athugasemd ritstjóra í svipaða
átt og hjá Die Zeit. Megin mergur málsins og Jrað, sem verulega skiptir
máli, er að umræddir nýliðar eru ekki ólæsir — illiterate — samkvæmt
venjulegri merkingu Jress orðs, nema Jrá Jieir 474, en ekki allur hóp-
urinn, 22494, þótt þeir hafi verið settir á 2—4 vikna námskeið til að
lesa upp i'ræðin.
Hitt er svo annað mál, hvort þessi námskeið eigi að færast á synda-
registur kennara. Út í þá sálma verður ekki farið hér. Enda getum
við kennarar Jrá og þegar rekizt á, að ýmislegt, sem við höfum reynt
að leggja nemendum á hjarta, hefur ekki fest þar rætur. Nefna má
dæmi, tilvitnun Ólafs Gunnarssonar, uppeldisfræðings, um próí á
ungum hermönnum í Svíjrjóð í skólanámsgreinum. Þau próf sýndu,
að þeir höfðu mikið til gleymt öllum skólafróðleik í viðkomandi
námsgreinum.
Benda má á, að Jrað, sem ritstjóri segir um greiðslur kennara í líf-
eyrisjóð, er að öllu leyti í samræmi við ummæli Mr. Brownells, US
Commissioner of Education.
Með vinsemd og þökk fyrir birtinguna.
Jón Kristgeirsson.